Ég datt í einhvern ægilegan "langar að djamma" gír í kvöld, sennilega vegna þess að allir sem ég þekki eru annaðhvort á þorrablóti eða fyrir sunnan og engar líkur á því að ég finni einhvern sem langar með mér á tjútt...enda er ég líka svo löt að ég bíða alltaf eftir því að einhver reyni að draga mig á djamm...skil svo ekkert í því þegar ekkert gerist! Annars átti ég kalda "STELLU" í ísskápnum og sit nú og sötra á meðan ég rita þetta (burp, exskvísmí). Var að horfa á laugardagslögin í sjónvarpinu áðan (já, glöggir lesendur sjá að líf mitt er frekar eymdarlegt þetta kvöldið) og verð nú að segja að ég skil ekki í fólki sem eyðir peningunum sínum í það að kjósa lög í þessari vitleysu ;) hóhóhó-heyheyhey...var alveg afskaplega máttlaust lag, hefði verið flott ef það hefði verið hægt að færa vöðvakraftinn aðeins í röddina. Lagið með henni Ragnheiði Gröndal var annars voða fínt lag, á vel heima í léttum söngleik (fékk einmitt þá fínu hugmynd að semja leikrit með lögum, þegar ég var að hlusta á þetta lag...geng í það við fyrsta tækifæri;) en finnst það ekki alveg passa í Evróvissíónið. Svo var það lagið eftir hana Svölu svölu Björgvinsd. sem var flott diskó-friskó lag, sem ég vona að verði spilað næst þegar ég fer á Kaffi-Ak. (sem ég er svo sem ekkert viss um að verði endilega neitt á næstunni...).
Jæja, hef lokið gagnrýni minni á þessum laugardagslögum, ég stóð reyndar í þeirri trú að þetta væri einhver úrslitaþáttur þar sem framlag okkar ísl. yrði valið, en það var greinilega allt á missskilningi byggt, greinilega hrikalega ótrúverðugar heimildir sem ég hafði...eða mikið minnisleysi...eða ruglingur....farið að minna svolítið á ruglið í henni Reykjavíkinni hehe...Ef hann Villi litli viðurtan verðu ekki komin í einhverjan leðurklæddan "stjórnarformannsstól" eftir nokkra daga er ég illa svikin. Þeir sjallar hljóta að fara að bjarga hanns rauða rassi flótlega!
Annars finnst mér að í allar svona opinberar stöður, þá meina ég borgarstjóra, bæjarstjóra, forseta og það allt, eigi að velja í með því að halda fegurðarsamkeppni. Og auðvitað eiga bæði kynin rétt á að taka þátt í þeirri keppni, sá sem er svo sætastur/sætust fær sætið :) Þá færi nú fyrst að verða eitthvað vit í þessum fegurðarsamkeppnum ;) það er bara til svo mikið af sprenglærðu/gáfuðu fólki sem stjórnar þessu hvort sem er á bak við tjöldin og þá er mun gáfulegra að hafa sæta fólkið í sjónvarpinu...ég meina það, hverjum finnst Villi viðurtan fallegur??? En Dagur B.E???? ;) og hvorn viljið þið ferkar sem borgóstjó? SEE MY POINTS ?;)
Ég er nefnilega ekki svo vitlaus...því þrátt fyrir mínar skoðanir á þessum málum, þá geta sumir verið bæði sætir og gáfaðir ;) hehehehe...
Ég og STELLA rúllum ;) hikk
Það er verið að spila "never ending story" með Limahl í útvarpinu og ég með netta gæsahúð af flass"langt aftur í tímann"bakki. Ef ég fer ekki að koma mér í rúmið þá klára ég allan bjórinn í ískápnum og enda sitjandi við eldhúsborðið syngjandi: "I´m just a lonley girl, lonley and blue, I´m all alone with notthing to do"..... Ef ég kynni að skrifa "aumkunarvert" á ensku, þá myndi ég gera það núna!
Held ég hætti bara núna...bjórinn búinn sko ;)
Till next...adios
Saturday, February 09, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta kvöld var voðalega líkt mínu kvöldi. Hlustaði á Snorra Sturluson á Rás 2 í svaðalegu endurliti (flashbakki á slæmri ísl.)þar sem hann spilaði Big in Japan og fleiri góð lög, svo sæluhrollurinn hríslaðist niður bak mitt:-)Minnti mig á góðar stundir í Sjallanum í eldgamla daga. Það eina sem vantaði var bjórinn, einn ííískaldur. Var svo með krampakippi í fjarstýringarhendinni og skipti milli stöðva en nennti í raun ekki að horfa á neitt. Já, þau eru stundum aum laugardagskvöldin. Kv. frá Miss pitiful.
Post a Comment