Monday, February 25, 2008

Hablaha

Langt síðan síðast...mikið að gera. Frumsýningin á Þið munið hann Jörund gekk vel sl. föstudagskvöld. Allir glaðir og rosa fjör, flott veisla á eftir. Ég var reyndar komin heim um eitt leitið, var bæði þreytt og ekki í fyllerísgír...það var ég hinsvegar kvöldið eftir ;)
Prinsessupartý Evu var rosa flott og farið á Kaffi Ak á eftir (minnir mig...hehe) ég skreið heim einhverntíman fyrir dagmál og var alveg óskaplega þreytt allan daginn í gær.

Loksins var rétt Evróvisíonlag valið, en eini gallinn var að það var búið að breyta þessu flotta lagi þannig að það var ekki eins flott og það var! Humms...annars svo að allir verði glaðir, þá má bara skipta út 2 hálfberu dönsurunum í sigurlaginu og setja tvo berjandi bumbuslagara í staðin ;) og svo má skreyta sviðið með gulum gúmmíhönskum....allar húsmæður veraldar myndu kjósa lagið...gulir gúmmíhanskar og "this is my live" ;) passar!
Jæja, ætla að reyna að rífa mig upp úr þynnkugír dags 2 og tölta í skólann.
Ráðleggingar dagsins; ekki drekka heila hvítvínsflösku + fordrykkinn hennar Evu, þá verðiði svakaleg full!

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Er sammála með að rétta lagið vann en mér finnst það betra núna. Bara diskó friskó, enginn austurlenskur taktur og engir skríkjandi háir tónar. Kannski eins gott að ég kom ekki í partýið, slapp við þynnkuna! Var bara svo drusluleg (meira en venjulega) að ég nennti ekki. Fyrirgefðu dóttir góð (Eva) ef þú lest þetta;-) Kv. Hanna

Anonymous said...

Þér er fyrirgefið móðir góð;) Vertu bara fegin að vera ekki jafn þunn og Eló;)

En Eló mín þú varst nú byrjuð á hvítvínsflösku númer 2;) Híhí Þetta var bara gaman... og ég er alveg sammála Hönnu mömmu að mér finnst lagið betra núna og þau eiga það skilið að fá LOKSINS að fara í Júró;)
Hafðu það gott Eló prinsessa;)

Elísabet Katrín said...

Verð nú að viðurkenna að mér leið ekkert sérstaklega prinnsessulega í gær ;) kórónan týnd og minnið gloppótt...hehe, eins gott að að eru 5 ár í næsta stórafmæli hjá þér Eva! :)