Eins og oft hefur komið fram þá á ég mér nágranna...og því virðist fylgja ýmislegt. Nýjasta, en jafnframt eitt elsta nágrannavandamálið, er umgangur um rusl. Það var nefnilega búið að líma aðvörunarmiða á tunnuna í gær, þessir Reykjavíkur-búar kunna náttúrulega ekki að ganga um ruslatunnur með pokum í, það er bara troðið endalaust! Af þessu tilefni þá skrifaði ég bréf og hennti inn um bréfalúguna á efstu hæðinni (fór nú í eigin persónu að tala við "miðgrannana", en það virðist aldrei vera neinn heima á efstu hæðinni...nema þá til að henda rusli!)
Svona leit bréfið út:
Ágætu íbúar efstu hæðar Þórunnarstrætis 128
Að gefnu tilefni vil ég ítreka að gengið verði betur um ruslatunnur hússins. Í dag var límdur aðvörunnar miði á aðra tunnuna, sem þýðir einfaldlega að ef úrbætur verða ekki gerðar þá hætta þeir að taka rusl! Og ekki er það spennandi kostur. Allt rusl á að fara í lokuðum pokum ofaní svörtu ruslapokana. Ef svörtu ruslapokarnir detta niður eða aflagast á einhvern hátt, þá er einfaldast að laga það strax, en ekki halda áfram að troða pokum ofaní tunnuna. Einfalt ekki satt? :)
Endurvinnslutunnan sem staðsett er við hliðina á tröppunum er eingöngu fyrir pappír, dagblöð, fernur og plast en það þarf að flokka það. Allur pappír má fara beint í tunnuna (samanbrotinn takk, taka í sundur kassa) en fernur og plast þarf að setja sér í glæra plastpoka, hreint og snyrtilegt! Þar sem undirrituð er að borga fyrir endurvinnslutunnuna, þá er afar leiðinlegt að gengið sé illa um hana. Með bestu kveðju og eindregnum óskum og gífurlegum væntingum og vonum um bætta umgengni við tunnur hússins...örlítið pirraður íbúi neðstu hæðar, Elísabet :)
Svo vona ég bara að allt verði glansandi fínt héðan í frá...var ég nokkuð voðalega dónaleg að skrifa svona bréf? Jæja, það er a.m.k farið og ég er líka farin að ná í Mikael í skólann...ætla svo að reyna að draga drengina með mér á Greifann í tilefni þess að það er miðvikudagur í dag og ég fór í litun og klippingu í gær :)
Till next...adios
6 comments:
Nei Eló mín, þetta er ekki dónalegt bréf og þú ert í fullum rétti að gera þetta. Ég vona að þetta AA-fólk (aðkomu andskotar)læri þetta nú í eitt skipti fyrir öll. Þetta gengur svo ljómandi vel í stigaganginum mínum - en við erum líka svo helv. vel gefin:-) Kv. og vonandi sjáumst við hjá Evu á laugardaginn.Kv. Hanna
Kvitt kvitt;) Flott bréf;) Sjáumst vonandi á laugardaginn prinsessa góð;)
Kveðja Eva prinsessa no. 1 ;)
Auðvitað mæti ég í prinsessupartýið ;) búin að kaupa mér prinsessukjól, en á eftir að kaupa mér kórónu og skó ;) þá verð ég reddí frá toppi til táar...jú og svo gleðivökvinn ;)It´s good to be a prinsess, and I´m going to drink some happy-fluid :) hehe...háskólaenskan mín er alveg mögnum ;)
Ef þetta klikkar Eló þá er spurning um að fá Hönnu með prikið og rússahúfuna til að kenna þeim þetta í eitt skiftið fyrir allt. Kv Gústa
Hann var góður þessi Gústa;-)Ég verð að fara að æfa mig í rússneskunni. Da,rússkí karamba - og njet auðvitað líka!!Já happy fluid!! Ég fer annað hvort með Stellu með mér eða Mr. Breezer!!! Vi ses. Kv. Hanna
iss ekkert dónalegt bréf, ég hefði örugglega haft þetta þið helv russlaralíður , læt henda ykkur í portið og og og og já eða einmitt fá bæði Hönnu og Gústu, en hafðu þær í ruslapokum með bananahíði á hausnum , til að vera rusl fortíðar til að gera uppreisn hjá þessu fólki hnje hnje hnje mbk Anna M
Post a Comment