Það fór þá svo að ég fór hvorki á fund, ná á fatakynningu í gærkveldi, heldur lá leið mín upp á slysó. Kristjáni versnaði svo rétt eftir kvöldmat (náði reyndar ekki að borða nema hálfa kartöflu) fanst erfitt að anda og var alveg ómögulegur. Þegar það virtist bara versna þá reif ég bara Mikael upp úr rúminu (en aldrei þessu vant var hann sofnaður snemma) og brunaði með Kristján upp á slysó. Þar kíkti fyrst hjúkka á hann og þegar hún ætlaði að kíkja á kokið á honum þá kúgaðist hann og ældi svo heil óskup...Svo kom doktor og skoðaði hann og var nánast viss um að hann væri með Einkyrningssótt, hafði amk öll einkenni, bólgna eitla (eða kirtla...man ekki hvort nema hvorutveggja sé) hita, eyrnabólgu og ógurlega slappur. Kristján var þessu nú hálffegni (þótt hún, læknirinn, segði að það gæti tekið hann hálft ár að jafna sig alveg) því hann hafði verið þess full viss að þetta væri hans hinsta stund. En svo kom "góða hjúkkan" (þetta var reyndar alveg afskaplega góð hjúkka sem sá um okkur) og tók blóðprufu úr Kristjáni, og það fannst honum ekki gott...en lét sig hafa það, þar sem hann taldi þetta sennilega vera eina færa leiðin til að bjarga lífi sínu. Svo tók við löööööööööööööööööng bið eftir niðurstöðum úr blóðprufunum En svo rétt fyrir miðnættið þá kom doktorinn og sagði að blóðprufurnar hefðu bara komið ótrúlega vel út. Einkyrningssóttarprófuð hefði komið út neikvætt, svo allar líkur væru á að hann væri bara með svona heiftarlega pest og bólgur í eitlum út af einhverri veiru og hann myndi bara jafna sig á nokkrum dögum. En sagði jafnframt að við ættum að koma aftur ef að þetta versnaði eitthvað.
Svo að því búnu fórum við heim, algerlega búin á því öll sömul.
Svo nú fer bara öskudagurinn í hjúkrunarstörf (hefði átt að vera búin að kaupa mér hjúkkubúning ;) og lestur námsefnis sem er algerlega búið að sitja á hakanum undanfarna daga. Svo krossar maður bara fingur og vonar það besta, væri voða gott að geta komist í skólann í fyrramálið, bæði er skyldumæting og svo þarf ég að skila einu verkefni...
En þetta kemur allt í ljós, Kristján er rosalega þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af, þótt hann sé ennþá hundlasinn, þá er hann skárri og sér lífið í alveg nýju ljósi eftir þennan hildarleik! Hann má nú alveg eiga það hann Kristján minn að hann er svolítil "dramadrottning" inn við beinið ;) en það er bara allt í lagi :)
Till next...adios
Wednesday, February 06, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það var fullt af kéllingum hjá Gústu á fatakynningunni og flestar versluðu sér eitthvað. Hún verður með aðra kynningu í mars og þá verður systrum og öðrum ættingjum boðið. Þú getur örugglega fengið að koma ef þú treystir þér til að vera umvafin Svertingsstaðafólki!! Það er gott að Kristján er "bara" með heiftarlega pest og mun því að öllum líkindum ná sér. Get rétt ímyndað mér dramað í kringum þetta;-) Kv.
Post a Comment