Monday, November 10, 2008

Crazy days

Svo mikið að gera, svo lítill tími...nú er allt í gangi í skólanum, verkefni og ritgerðir dynja á manni sem aldrei fyrr, auðvitað er mikill léttir að vera þó laus við kabarett...en samt ekki alveg, það verður nefnilega aukasýning á kabarett nk.fimmtudagskvöld kl.21:00 en það verður styrktarsýning fyrir hann Jón Gunnar ofurkrúttfrænda ;) Endilega allir að mæta, sjá frábæra sýningu og styrkja gott málefni og góðan mann :)
Tók reyndar og úrbeinaði heil óksöp af rollum í gær(ekki ein samt), sem voru svo hakkaðar og settar í poka, gott að eiga hakk í kreppunni ;)
Svo er saumaklúbbur í kvöld hjá henni Gústu :) ekki verður það nú leiðinlegt :)
Svo verður bara skóli og verkefnavinna það sem eftir er vikunnar...ég er farin að láta mig dreyma um jólafrí...og er harðákveðin í því að taka alls ekki meira en 17 einingar eftir áramót ;)
Jæja, er stokkin í að elda pasta fyrir strákana og svo í klúbb ;)
Hafið það gott allir saman :)

Till next...adios

No comments: