Saturday, November 15, 2008

Texti

Það er mikið að gera á litlu heimili, en nenni nú ekki að væla yfir því núna. Það var þriðji í kabarett í gærkveldi, en þá vorum við með styrktarsýningu fyrir hann Jón Gunnar, það gekk glimrandi vel, fullt hús og fjör :) Í tilefni þess ætla ég að skella hér inn einum texta sem ég samdi og var notaður í kabarett, það var alltaf verið að glamra þetta lag á píanó á hæðinni fyrir ofan, já píanósnillingurinn hefur tekið talsverðum framförum sl.ár ;) En lagið er sum sé "Slipping through my fingers" með ABBA og var náttlega í ABBA myndinni ógurlegu sem er enn í bíó ;) en nó bull, hér kemur textinn sem by the way er saminn fyrir kreppu ;)

Sól rís á ný
Gyllir fjöll
Fegrar fjörðinn allan
Kindur á beit en kýrnar fjósi í
Ég held af stað geng um tún horf‘á gróður dafna
Og Þarf mér að tilla hér um stund

Sú tilfinning að horfa yfir fjörðinn
Er engu lík og allir þekkja það
Sem átt hér hafa stund og ævi sína
Og alltaf elskað það

Gengur mér úr greipum þessi jörð og þessi dalur einhvertíman?
Nú margs ég sakna
Gengur mér úr greipum þessi jörð?
Sé ég virkilega allt það fagra allt það góða er mér hlotnast
Og ætt að þakka
Gengur mér úr greipum þessi jörð?

Draumaheim í allt er gott, enginn kvíðatregi
Vitjar mín fólk sem hér áður gekk um grund
græddi upp jörð, ól sín börn án allra ofurþarfa
og gerði fagra fjörðinn það sem hann er.

Sú tilfinning að horfa yfir fjörðinn
Er engu lík og allir þekkja það
Sem átt hér hafa stund og ævi sína
Og alltaf elskað það
Gengur mér úr greipum þessi jörð og þessi dalur einhvertíman?
Nú margs ég sakna
Gengur mér úr greipum þessi jörð?
Sé ég virkilega allt það fagra allt það góða er mér hlotnast
Og ætt að þakka
Gengur mér úr greipum þessi jörð?

Sú tilfinning að horfa yfir fjörðinn
Er engu líka og allir þekkja það
Gengur mér úr greipum?

Sól rís á ný
Gyllir fjöll
Þurrkar tár af vanga
Ég áfran held, brosi af tilhlökkun á ný

Lífið er dásamlegt :)

Till next...adios

2 comments:

Díana said...

Þetta er þrælflott hjá þér!
Ég sakna bréfanna okkar....
Annars er ég með þín hérna inni í stofu hehe, maður ætti kannski að renna í gegnum nokkur og setja vísurnar á prent?
kv
Díana

Elísabet Katrín said...

Takk :) hummm...ég skal hugsa þetta með vísur úr gömlum bréfum á prent....hehe ;)