Saturday, November 08, 2008

Fyrsti í kabarett

Jæja, það var kabarett sýning hin fyrri í kvöld, gekk bara alveg glimrandi vel...næstum of vel svona fyrir föstudagskvöld segja sumir ;)
Svo verður bara sýning og ball annaðkvöld...svo nú er bara að dusta rykið af góða skapinu og dansskónum og skella sér á skemmtun og ball :)
Annars er ennþá allt á fullu hjá mér, vantar marga tíma í sólarhringinn...var á árshátið í gær hjá Kristjáni mínum, hann stóð sig eins og hetja...rosa flottur strumpur, blár og sætur ;)
Svo var sjóræningjasund hjá Mikael mínum í dag, hann kafaði eftir gulli og gersemum stanslaust í 45 mínútur...hann verður flottur í sundinu einhvern daginn :)
Óskup sem maður á flotta stráka :)
Svo ég hef mest verið að sinna strákunum svona á milli skóla og æfinga þessa dagana, svo er ókristilegur skóli í fyrramálið...á laugardagsmorgun sem er ekki fallegt af kennaranum, en svona varð þetta bara að vera. Svo eftir skóla þarf ég í verkefnavinnu og svo seinni kabarettsýning og ball um kvöldið...og svo heimspekikaffihús og rolluúrbeining á sunnudaginn...dúdíraríra...
Er að leka niður og farin að sofa...
Góðar og glaðar stundir :)

Till next...adios

No comments: