Monday, November 24, 2008

Tja...hvað getur maður sagt?

Það voru umræður á alþingi þegar ég kom heim úr skólanum í dag, var verið að fjalla um vantraust tillögu á ríkisstjórnina. Það var mikið rifist, hróp og köll, þennan tíma sem ég hlustaði með öðru eyranu, þóttist vera að læra með hinu eyranu...en var svona meira að skoða stöðuna á Facebook ;) En svo þurfti ég að drífa mig út úr húsi um sex leitið og þá var enn rifist í útvarpinu.
Eftir síðbúinn kvöldmat og smávegis lærdóm þá sest ég við sjónvarpið, þar var verið að sýna frá borgarafundi í Háskólabíó, þar var líka mikið sagt og klappað og púað...ætlaði reyndar að gera tilraun til að horfa aftur á Heroes-þátt, svo ég skipti yfir á borgarafundinn í auglýsingahléum...veit svei mér ekki hvort var skrítnara á að horfa, Heroes eða borgarafundinn. Fyrir mér var þetta svona álíka raunverulegt.
Verð bara að segja að ég skil ekki neitt í neinu, ég skil ekki afhverju ríkisstjórnin uppfræðir ekki okkur almenning um athafnir sínar, svo við höldum ekki öll að þau séu ekki að gera neitt...ég skil heldur ekki þá sem láta frysta lánin sín til þess að geta notað peninginn sem ella hefði farið í lánaafborganir (eins og áður) til þess að sukka bara pínu meir. Ég hef nefnilega bara lúmskan grun um það að við almenningur (allir nema ég náttlega) séum bara búin að lifa í sukki og svínaríi undanfarin ár og nú eru það timburmenn sem sumir eru að reyna að forðast með að fá sér bara nokkra snafsa í viðbót!
Hverjir hafa ekki farið í utanlandsferðir upp á krít sl.ár?
Hverjir hafa ekki tekið lán algerlega að nauðsynjarlausu? t.d til að kaupa sér flatskjá, risa jeppa, hjólhýsi, hunda eða eitthvað sem við ættum eðlilega að komast af án!
Í fyrsta sinn í laaaangan tíma þá vorkenndi ég þeim greijum, sem sátu á borgarafundinum, úr ríkisstjórninni...það var alveg drullað yfir þau....reyndar vorkenndi ég þeim ekki lengur í fréttatímanum á eftir, þar sem parið "krúttlega" Geir og Ingibjörg Sólrún sögðu að þetta hefði verið fínn fundur...hummm, tala um að skvetta vatni á gæs, ég veit það a.m.k að ef ég hefði setið þarna í þeirra sporum, þá hefði ég löngu verið gengin grátandi á dyr.

Jæja, ég varð bara aðeins að pústa, er að þykjast vera að læra fyrir próf, svo það er best að koma sér bara í rúmið :)
Njótið alls hins besta sem kostar ekki neitt :)

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Jah ég sver af mér allt fyllerí! Og hef enga löngun til að þurfa að taka til eftir partýið. Ég fæ pottþétt engin laun fyrir það... og mér var ekki einu sinni boðið í þetta partý.. Var einhverjum öryrkjum boðið?

well svo var ég kannski ekki á landinu......

Anonymous said...

Elísabet, þetta er eins og talað út úr mínu hjarta:-) Great minds think a like. Það er kannski ekki verið að tala um öryrkja, það vita allir að þeir hafa ekki tekið þátt í þessu sukki, en ég hef grun um að margir þeir sem eru að mótmæla séu í djúpum skít vegna eigin neyslu. Oh hana nú!! Gangi þér vel.

Anonymous said...

Já nú er gott að eiga bara gamalt sjónvarp, gamlan bíl og sæta íbúð með upphaflegum innréttingum og gólfdúk;) Ekki má nú gleyma rúmfó mublunum;)