Tuesday, November 04, 2008

Allt á fullu

Ákvað að gefa mér örfáar mínútur til að rita hér inn smá bull, bara svona láta vita að ég er ekki alveg hætt að blogga ;)
Nú er rosa törn í skólanum, verkefni og ritgerðir sem þarf að skila...úfff, og svo var ég náttúrulega svo "gáfuð" að taka þátt í kabarett í Freyvangi og þar með eru öll kvöld undirlögð...held að þetta sé kallað að hugsa ekki fram í tímann, enda hef ég aldrei verið þekkt fyrir það ;)
Annars er ég að verða vitlaus á krepputali, finnst þetta hljóma í eyrum mér allan daginn, auðvitað er þetta allt saman slæmt, en ekki batnar það ef maður er komin með gubbu af endalausri umræðu en engum gjörðum.
Heyrði smá umræðu í útvarpinu í morgun, þar sem fólk mátti hringja inn og tjá sínar skoðanir, þar hringdi ein kona með þá alvitlausustu hugmynd sem ég hef nokkru sinni heyrt!
Hún sagi, sem rétt er, að þeir sem skulduðu eins og af húsnæði og annað, væri að taka á sig auknar skuldir vegna kreppunnar, sum sé lánin að hækka eins og allir vita. En þetta fannst henni ekki réttlátt, heldur vildi hún láta senda skuldabréf á alla þá sem ekki skulda svo þeir geti borgað meira líka! Jamm, þetta er kanski pínu ruglingslegt, en svona var þetta. Svo ef ég tæki mig sem dæmi, sem á ekki neitt, en skulda ekki neitt (nema þá námslánin mín) þá væri alveg upplaggt að ég fengi bara að borga kanski eins og 20 millur eða svo, svona bara svo ég geti fengið að vera með í skuldadansinum....dahh...Auðvitað er óréttlátt að skuldir og afborganir á húsnæði sé búið að hækka upp úr öllu valdi, en vonandi skánar það eitthvað einhverntíman og fólk á þó sitt húsnæði eftir sem áður...en á ég bara að borga helling fyrir ekki neitt...eiga ekki neitt eftir sem áður??? Held að þessi kellingarskrukka hafi ekki alveg verið að hugsa heila hugsun...

Jæja, búin að hella úr smá úr skálum reiði minnar...á samt slatta eftir sem ég þori ekki að gusa yfir alnetið ;)

Till next...adios

No comments: