Saturday, November 29, 2008

Af bíói og bulluskjóðum

Jamms og jæja,
Ég fór í bíó í dag með Mikael og vin hans, Kristján nennti ekki með og þykist vaxinn upp úr teiknimyndum. Við fórum að sjá Madagaskar II og hún var mjög góð, ég hló eins og strompur oft á tíðum. Komst reyndar að því í upphafi bíósins að ég er djéskotans aumingji, fór næstum að grenja yfir Coca-Cola auglýsingu...er ekki að grínast, fékk tár í augun og alles, er næstum ennþá klökk ;) hehe...ýki smá núna.
Eftir bíóið þá fórum við á Bláu könnuna og fengum okkur kakó, þar sat við næsta borð einn stríðnispúki frá Húsavík, veit engin deili á þessum vinalega kalli, en hann fíflaðist í strákunum og ekki leiddist þeim það :)
Svo átti að kveikja á jólatrénu á torginu, þar var danska fánanaum flaggað sem aldrei fyrr...annað hvort hef ég ekki tekið eftir honum áður, eða bara óvenju mikið að horfa á umhverfið núna...hummmm...vi bliver dansk snart ;)
Tónlistarskólinn var nýbúinn með atriði þegar okkur barr að garði, eða torgi...og við tóku "kynnarnir" sem voru Lápur og Skrápur, ég verð bara að óska þeim til hamingju með það að þeir voru leiðindarskjóður!
Þeir röfluðu og bulluðu en bara alls ekki neitt fyndið kom út úr þeim, því miður. Eftir allt það bull þá kynntu þeir bæjarstjórann til leiks, eða ræðuhalda og þá gáfust nú mínir menn upp og vildu heim í snatri, var nokk sama um þetta jólatré!
Enda voru þessar 15 min eða svo sem við stoppuðum þarna ekki mjög barnhæfar...og varla hefur bæjarstjórinn toppað það ;)

Jæja, er að hugsa um að skrifa bara ekki meir í bili, er einhvernvegin í þannig skapi að ég gæti átt það til að skrifa eitthvað sem ég sæi eftir...og ekki er það nú gott. Er mikið að spá í að fara í sveitina á morgun, stinga út skít og athuga hvort mér líður ekki betur á eftir :)
Það þurfa margir að stinga út hjá sér skítnum þessa dagana ;)

Reyndar fór ég í gær og keypti jólagjöf handa sjálfri mér ;) og búin að opna hana og prufa. Keypti mér snjóbuxur og úlpu...þetta svínvikaði í útiverunni í dag, svo nú er bara að bíða eftir að koamst á skíði :)

Ha de bra :)

Till next...adios

No comments: