Tuesday, November 18, 2008

Gaga

Ég hef haft svo mikið að gera undanfarið að ég hafði ekki einu sinni tíma til að blogga á sjálfan afmælisdaginn minn...en ég er nú vön að koma því að hér til að fiska eftir afmæliskveðjum ;)
Annars er Facebookin alveg að bjarga mér þar, því ég hef aldrei á æfinni fengið jafn mikið af kveðjum, svo fékk ég slatta af sms-um líka og líka svona face to face ;)
En afmælisdagurnn 15.nóv. var sum sé bara alveg hinn besti dagur, þótt ég hafi þurft að mæta í skólann kl.12 og taka svo viðtal fyrir jólablað Vikudags og vinna það, þá endaði dagurinn í matarboði, rauðvíni og afslöppun og það var nákvæmlega það sem ég þurfti :) Hefði ekki haft orku í djamm þótt ég hefði reynt það...

Ég er sem sagt búin að klára eitt vídeó verkefni, sem á að sýna í skólanum á morgun og sennilega líka á N4 um jólin ;) og núna er ég á fullu að safna og vinna efni í jólablað Vikudags, þetta er hellings vinna (púl að plata ættingja og vini til að skrifa fyrir sig ;) hehe) en þetta er rosa gaman. Svo þarf ég líka að gera ritgerð sem skila þarf nk.mánudag, eitt heimapróf fyrir þriðjud. og svo verður bara næs tími eftir viku og bara desember próf eftir :) Það sem bjargar mér líka alveg er að við vorum tvær að vinna vídeóverkefnið og verðum tvær að vinna ritgerðina ;) Alltaf gott að vinna með góðu fólki ;)

Það er víst ennþá kreppa, þótt ég gleymi því stundum þegar ég hef engan tíma fyrir fréttir ;) en þó frétti ég af formanni vor, afsögn hans og leyfi á Kanarí ;) Ég skil hann Guðna vel að hafa stokkið úr landi, ekki fengi hann frið hér, vona bara að hann njóti frísins. Það besta í stöðunni núna fyrir framsókn væri að moka þessu gamla liði út, sem er hvort sem er alltaf að rífast, og skella inn nýju orkumiklu fólki :)
Annars er ég alveg komin inn á þá línu að stofna bara nýjan flokk, held að nafn Framsóknarflokksins hafi borði of mikla hnekki til þess að hægt sé að bjarga honum...en það finnst mér reyndar líka um Sjálfstæðisflokkinn!!!

Jæja, var búin að lofa mér að fara snemma í rúmið í kvöld, tek með mér smá lesefni fyrir ritgerðarbrölt á morgun ;)

Góðar stundir allir saman og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar :) líka þeir sem gleymdu að senda mér kveðju, veit að það var ekki með vilja ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Blessuð
Til hamingju með 15!!
Held að best væri að stokka alveg upp allt sem heitir pólitík á þessu blessaða skeri sú tík er svo rotin sem nú er við stjórn.
Gangi þér vel í prófunum.
Kv
Íris