Af því að mér þykir svo gaman að láta aðra vita hvað mér finnst ég vera dugleg og hafa mikið að gera, þá ætla ég að láta eftir mér að blogga í 3 mínútur.
Ég er búin að sitja í allan dag (fyrir utan það að fara í klippingu og litun, tók 2 tíma, og skreppa í búðina og elda mat og svoleiðis) og skrifa ritgerina miklu um Íslensku sauðkindina. Og ég get bara alveg sagt það að ég er búin að fá nóg af fjárkláða, sauðasölu og flestu sem varðar kindur fyrr og síðar. Er nú samt að spá í að skjótast í sveitina á morgum, plata Sverrir til að lesa yfir ritgerðina og hjálpa honum smá í staðin.
Svo við fyrsta tækifæri verð ég að byrja á að lesa fyrir hugmyndasöguprófið sem verður á mánudaginn, er jafnvel að spá í að taka aðra bókina með mér í rúmið á eftir og athuga hvað ég get haldið mér lengi vakandi. Var í þjóðfélagsfræðiprófi í gær, og gekk ekkert vel, og er ekkert að ýkja það, verð alveg himinsæl ef ég bara næ þessu prófi....krossa putta og vona það besta.
Jæja, ætla að fara með hugmyndasögubók nr.1 í rúmið, hafið það rosa gott krúttin mín :)
Till next...adios
Thursday, November 29, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment