Friday, November 30, 2007

Veðurfar

Nú er veður ágætt hér á stór-Akureyrarsvæðinu, en virðist vera alveg kolvitlaust alls staðar annars staðar. Ekkert flogið í dag, og þar að leiðandi sýnum við ekki stuttverkið "Hlé" í Freyvangi í kvöld, af því að leikstjórinn/einn leikarinn er staddur í Reykjavík (þetta er sko sami maðurinn). Eitthvað var hann að brasa við að reyna að semja um hærri laun fyrir kennara, sem er náttúrulega tóm vitleysa, því eins og allir vita hafa þeir fín laun fyrir sama og enga vinnu (þetta er sérstaklega skrifað fyrir Öllu mágkonu;).Og svo á fólk náttúrulega ekki að vera að þvælast þetta um há vetur þegar allra veðra er von!
Verð að segja frá því, að ég hitti voða fræga leikkonu hér fyrir utan áðan, man bara ekki hvað hún heitir...hún kynnti sig samt og tók í höndina á mér, en það var ekki fyrr en ég kom inn sem ég fattaði að ég held að ég hafi ekki aulað nafninu á mér út úr mér. Spurning hvor er með stjörnustæla, fræga leikkonan eða ég ;)
Ég er reyndar ekki búin að vera alveg með fulla 5 (ekki einu sinni fulla 3) síðustu daga, (eins og allir sem voru að æfa með mér á miðvikudagskv.geta vitnað um) búin að vera hálf slöpp og asnaleg eitthvað. Verð samt alveg brjáluð ef ég er að fá einhverja pest!
Jæja, ætla að senda Sverri bró rolluritgerðina í tölvupósti og komast að því hvort að eitthvað vit leynist í þessu eða hvort ég þurfi að gera þetta allt upp á nýtt....reyna svo að lesa aðeins meira í hugmmyndasögunni, en það hefur gengið MJÖÖÖÖÖÖG HÆGT í dag.
Komst annars að því í gær að jólabrjálæðið er byrjað...öll bílastæði yfirfull hjá öllum búðum og fólk æðir um með brjálæðisglampa í augum. Þetta er besti tími ársins til að vera heima hjá sér með heitt kakó og BettýCrocker köku ;)

Till next...adios

1 comment:

Árni Friðriksson said...

Hvað heitir svo rolluritgerðin?