...var þetta bara með eindæmum góður kabarett. Og til að rökstyðja mál mitt enn frekar, þá hugsa ég að aldrei áður hafi þurft að sleppa svona mörgum góðum atriðum, eingöngu vegna tímaskorts. Samt var kabarettinn 80 min. sem er alveg í lengra lagi.
En þetta tókst bara ljómandi vel, bæði kvöldin, ég sló í gegn og var best eins og alltaf ;) (hehe...sko, það er enginn annar að hrósa mér svo það er best að ég geri það sjálf) hógværðin uppmáluð!
Eftir kabarettinn á laugardagskvöldinu var tekið hraustlega á því og drukkið, daðrað og dansað langt fram á nótt (ekkert endilega í þessari röð samt). Voða gaman, enda var maður að skemmta sér með svo skemmtilegu fólki að þetta gat ekki orðið annað en skemmtilegt :)
Svo átti Árni næst-litli bróðir afmæli í gær :) til hamingju með það enn og aftur! Orðinn 35 ára kappinn, hann er alltaf við það að ná mér á þessum árstíma, en ég næ að jafna bilið aftur 10 dögum seinna ;)
Jæja, ætla að fara að koma mér og strákunum í rúmið, þeir búinir að snúa sólarhringnum við, eftir vetrarfrí síðustu tvo daga, og ég er þreytt eftir úrbeiningu í sveitinni í dag!
Býð góða nóða nótt og lifið heil :)
Till next...adios
Tuesday, November 06, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment