Monday, November 12, 2007

Slappleiki

Það varð lítið úr þessari fyrirfram plönuðu partý-djamm-helgi!
Hélt ég væri bara haldin ógurlegri leti á laugardaginn og lá mest og góndi á imbann, en þegar ég ætlaði að rífa mig upp úr þessu ógurlea sleni um kvöldið og henti mér í sturtu, þá komst ég að því að þetta var ekki bara leti. Ég rétt náði að klára að skola sjampóið úr hárinu vefja um mig handklæðum og skríða (næstum bókstaflega) upp í rúm! Það var næstum liðið yfir mig og mér leið hræðilega illa, hausinn að springa og allt í volli. Komst svo að því að ég var komin með hita og lá svo bara og fann beinverkina læðast um öll mín bein. Ætli ég hafi ekki legið í rúminu í 2 tíma þegar ég hafði safnað nægjanlegum kröftum til að fara í náttföt og bursta tennurnar :/
Sunnudagurinn var einnig "hvíldardagur" og ég í rúminu nánast allan daginn, eða það sem ég komst upp með. Strákunum fannst þetta hreint ekki skemmtileg helgi og reyndar mér ekki heldur. En nú er komin mánudagsmorgun, ég er ögn hressari og ætla að reyna að skrölta í tíma á eftir (er bara ekki nógu gáfuð til að geta sleppt úr tímum) en hann Kristján minn er tekinn við og liggur nú í rúminu með dúndrandi hausverk. Mikael var aftur á móti rekinn af stað í skólann með harðri hendi og ég vona að hann sleppi við þessi óskup!
Svo það var hvorki bekkjarpartý né Páll Óskar hjá mér þessa helgina :(
Gengur vonandi betur næst, og núna ætla ég að hætta þessu væli...

Till next...adios

No comments: