Wednesday, November 14, 2007

jamm

Veit næstum ekki afhverju ég loggaði mig inn á bloggið. Er alveg lens og veit ekkert hvað ég á að skrifa um hummm...
Fékk reyndar "skemmtilegan" póst inn um lúguna hjá mér áðan: jólakort frá Barnaheill, sem maður ræður hvort maður borgar eða ekki (en hver hefur samvisku í að nota þau og borga ekki...hummm ekki alveg jólaandinn) og svo bækling "Hvernig get ég aukið árangur minn í fjármálum"? Ja há! Þegar stórt er spurt....annars er þetta boð frá SPRON um að koma á þessa fínu ráðstefnu um fjármál. Þar verður manni eflaust sagt að spara og borga niður skuldir, og verð ég bara að segja að ég nenni ekki að eyða 3klst. af dýrmætum degi í að hlusta á það. Enda eina ráðið fyrir mig til að auka árangur í fjármálum það að hætta í skóla og fara að vinna ;) en það ætla ég sko ekki að gera.
Verð samt að koma því að, að sl. mánaðarmót voru mjög merkileg í mínu lífi (talandi um fjármál) en það er í fyrsta sinn, síðan OMG veit ekki hvað langt síðan, (þegar ég fór að búa með karlmanni, tja, svona 21.árs) sem ég er ekki með yfirdrátt á heftinu mínu...heitir reyndar debetkortareikningur núna, hehe, þykir eflaust hallærislegt að tala um hefti ;)
Já, mér tókst sum sé að greiða loksins niður 100 ára heimild!
Og þar með lýsi ég því yfir að ég sé búin að gera mitt í bili til að auka árangur minn í fjármálum ;)
Núna bíð ég bara róleg eftri því að peningarnir fari að raðast inn á reikninginn minn :) hlýtur að vera í réttu hlutfalli við þessa yfirdráttar-vexti sem maður var alltaf að borga...hummm ekki satt? ;)

Tíminn líður ógurlega hratt þessa dagana, og maður fær nettan fiðring í magann þegar maður áttar sig á því að það eru aðeins eftir rúmar 2 vikur af skólanum!!! Kræst, og þá koma próf og ritgerðarskil og alles...úff, nei þetta verður annars bara gaman. Ætla að reyna að vinna eitthvað í desember, en annars bara að slæpast í fríi með guttunum mínum og baka kanski eina sort eða svo ;)
Maður verður farinn að syngja með henni Svölu Björgvins áður en maður veit af: "Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til..."
Rosalega er ég oft búin að skrifa maður í þetta blogg mitt! Uss, maður, nú er mála að hætta maður og drífa sig á einn fyrirlestur eða svo :)

Till next...adios

1 comment:

Díana said...

JUUUUU GVVUUUUÐÐÐÐÐÐ
Ertu ekki að grínast???
Ertu búin að borga upp heimildina síðan 198tíuog.......!! Ég myndi baka köku ef ég væri nær þér!! Til hamingju með þennan risastóra áfanga!
:) Luv u darling..