Friday, January 04, 2008

Ellefti í jólum

Þetta átti að vera dagur dugnaðar og framkvæmda. Skóflaði strákunum í skólann og fannst bara ganga ágætlega að koma þeim af stað þótt seint væri farið að sofa í gærkveld. En rúmum klukkutíma síðar (einmitt þegar flestir staðir sem ég þurfti á voru að fara að opna) þá var hringt úr skólanum og mér tjáð að Mikael væri illt í maganum og ég vinsamlegast beðin um að sækja piltinn.
Verð bara að viðurkenna hvað ég er leiðinleg, því ég varð hálf fúl. Hummm...hvað með daginn sem ég ætlaði að hafa fyrir mig til kl.16? Vissi líka að fyrst að hann hvorki var ælandi né með niðurgang, þá var þetta bara svona "stress-þreytu-vil vera heima" magaverkur. Held að ég hafi sótt hann 3-4 sinnum í leikskólann í fyrravetur eftir svona "magaverks" hringingar frá leikskólanum, og hann varð alltaf þrælsperrtur eftir klukkutíma eða svo. Meira að segja einu sinni snar lagaðist hann í maganum bara við það að labba frá leikskólanum og heim...sem eru ca 20 metrar.
En jæja, guttinn var sóttur og öll tövuleikjanotkunn harðbönnuð! Fyrst ég mátti ekki hafa það næs ein heima, þá yrði sko engin skemmtun í gangi fyrir neina aðra heldur! (Maður á nú kanski að hafa vit á því að þegja bara yfir þessari illkvittni sinni). Svo Mikael bara sofnaði af leiðindum og ég lagðist í tölvu stúss og fór að borga í gegnum netið það sem ég hafði ætlað að greiða á staðnum. Komst þá að því að ekki voru námslánin ennþá komin inn. Mundi nú samt vel eftir því að þegar ég gekk frá þessum málum í bankanum í haust, þá spurði ég sérstaklega hvort ég þyrfti eitthvað að gera aftur um áramótin, eða hvort það kæmi bara áfram inn á reikninginn minn. Og auðvitað þurfti ég ekki að gera neitt...peningarnir myndu bara dælast inn eins og ekkert væri.
Svo ég hringi í bankann....og spyr...og þjónustufulltrúinn segir að það sé ekkert komið inn ennþá frá LÍN fyrir haustönnina og þess vegna sé ekki byrjað að borga mér fyrir þessa önn. Ok, nokkuð sanngjarnt, en allt í lagi að fá að vita það í haust kanski...ég sagði að ég væri ekki búin að fá allar einkunnir, vantar ennþá tvær!(girrr) og þess vegna eðlilegt að ekkert væri komið frá LÍN, þá spurði hún mig eins varlega og hún gat: "og hvernig helduru að þér hafi gengið"? Ég svona...ha, ertu að meina hvort ég haldi að ég hafi náð prófunum? "Já, einmitt". He he...ég sagði nú að ég hefði náð prófunum, en þar sem að það voru ritgerðarskrif í þessum áföngum væri ekki enn komin inn einkunn en ég skyldi ýta á eftir því. Þá lofaði þessi fíni þjónustufulltrúin því bara að láta leggja inn á mig námslánin (eða sko yfirdráttinn hjá bankanum) og baðst bara innilega afsökunar á þessari töf! Ég er nú reyndar enn að bíða. Ekki komin króna inn bara fullt af reikningum út... Er núna voða voða fegin að hafa unnið nokkra daga í gömlu vinnunni minni í desember og fengið útborgað fyrir áramót...og ekki haft rænu að eyða því í neina vitleysu ennþá, eins og planið hafði verið ;)
Jæja, ætla að fara og vekja litla "sjúklinginn" minn og þræla honum með mér í búðina ;)

Till next...adios

3 comments:

Þráinn said...

Mér finnst það skylda kennara að vera búnir að gefa einkunnir fyrir áramót. Ég man eftir því í KHÍ að maður var að fá einkunnir löngu eftir áramót fyrir haustönnina.

Hanna Stef said...

Sæl og gleðilegt árið. Já ég man eftir svona skemmtilegheitum frá mínum námslánaárum:-( Ætlar þú ekki að vinna aðeins í janúar? Þá getur þú kannski keypt í matinn og sonna greyið!! og haft saumaklúbb!(hugsa alltaf um sjálfa mig!!!) Mér finnst þú bara hafa verið sanngjörn við Mikael, ef menn eru veikir þá eiga þeir að liggja fyrir, ekki leyfa hangs í tölvu. Annars, hafðu það gott og við sjáumst. E.S. Mér finnst alveg ferlegt að þú skildir þurfa að klippa húfuna af þér - er hún ónýt?

Elísabet Katrín said...

Nei, húfan er fín...það var hárið sem var klippt til að losa á milli ;) hehe...tímdi ekki þessari rándýru húfu ;)
Jú, svo kem ég að vinna á mánudaginn, vinn í 3 daga og svo skóli :)