Monday, January 14, 2008

Hóst

Ég var bara nærri því búin að gleyma að blogga í dag....mikið að gera, og alltof lítill tími! Ætla einmitt að fara að skríða í rúmið með eina skólabók og lesa eins og ég get þar til að ég sofna! Þarf sko eiginleg að lesa c.a 50 bls. fyrir kl.8:10 í fyrramálið....finnst ykkur ekki gaman að lesa um lærdóminn minn? ;) hehe...
Ég skrifaði fyrsta pistilinn minn inn á landpostur.is í kvöld, vissi ekkert hvað ég átti að skrifa um, en datt í hug að skrifa um endurvinnslu...ég átti líka til mynd af endurvinnslutunnu í fórum mínum, svo þetta passaði fínt ;)
Svo þarf ég að skúbba einni frétt af fyrir fimmtudaginn...er líka að reyna að finna út úr því hverjir eru með mér í hóp í verkefnavinnu í einu fagi, sendi póst á liðið en hef bara fengið eitt svar! Sem er ekkert gott því að við eigum að skila fyrsta verkefninu á föstudaginn! Ég veit að það er "bara" mánudagur í dag....en ef að dagarnir liðu eins hratt hjá ykkur og þeir gera hjá mér, þá myndu þið hafa svipaðar áhyggjur og ég ;)
Ég er búin að komast að því að ég er alveg ógurlega sjálfmiðuð. Mér finnst bara algjörlega morgunljóst að allir hljóti að hafa gaman af sömu hlutum og ég og finnst alveg furðulegt þegar ég heyri einhvern segja að eitthvað sé leiðinlegt...hummm, en á meðan að þetta hefur ekki alvarlegar afleiðingar í för með sér, þá ætla ég bara að halda áfram að vera sjálfmiðuð og skilja bara ekkert í "þessu skrítna fólki" sem er ekki að hafa sama smekk og ég ;)
Já og bloggið ber yfirskriftina "hóst" í dag af tilefni af því að ég er búin að hósta í allan dag :)
hóst hóst hóst...

Till next...adios

1 comment:

Þráinn said...

Ókey...þetta hafa verið töflur sem heita "crasíutígranna" . Það að hætta á þeim hefur einmitt þá aukaverkun að fólk hóstar útí eitt!!!