Thursday, December 04, 2008

Desember

Tíminn líður hratt...
Það er víst kominn desember...
Eitt próf eftir í skólanum, og ég að stinga út með Sverrir.
Það er nú aldeilis fínt að fá útrás í skítnum eftir allt andlega puðið í skólanum.
Þarf reynda að fara að lesa eitthvað undir þetta próf, en er ekki komin í gírinn ennþá...dett sennilega í hann degi fyrir próf...púfff, það væri mér líkt!
Það er allt í rugli ennþá í pólitíkinni, enda skrítin tík þessi pólitík!

Annars gegnur vel að halda mér upptekinni...þegar ég kom heim úr fjárhúsunum áðan þá var aftur allt komið á flot hjá mér...reyndar ekki jafn mikið og um daginn, en nóg samt, eins gott að ég var ekki lengur að heiman, því blessaðir nágrannarnir eru ekki alveg með þeim skörpustu...þau eru ennþá að spyrja hvaðan vatnið komi ;)
En ég hringdi í stíflulosara og mæta þeir eldsnemma í fyrramálið með rörmyndara með sér og alles...nú skal sko tekið á vandanum...amk til lengri tíma en síðast ;)
Bíllinn minn fíni er líka að fara í lækinsskoðun í fyrramálið því eitthvað smálegt þarf að laga fyrir frekar fúlan skoðunarmann hjá bifreiðarskoðunnarstöðinni...hann var greinilega eitthvað pirraður í geðinu kall greiið. En ég ákvað að láta það ekki á mig fá og þakkaði honum bara fyrir græna miðann sem hann límdi á fína bílinn minn :) Ætla svo að mæta aftur í næstu viku og láta hann plokka miðan af ;)

Ég var nefnilega að ákveða að ég ætla að reyna að láta ekkert fara í taugarnar á mér...ég vel bara að brosa og leysa vandann og láta pirrandi og mis heimskt fólk svífa frammhjá með bros á vör :)
Ef þér lesandi góður finnst þetta too mutch þá so what ;) hehe

Læt þessum gleðipistli lokið í bili, ætla að klára heimtökumatinn minn...má ekki vaska upp sko, svo ekki bætist í flóðið ;) og taka ákvörðun um hvort ég nenni á borgarafund í Deiglunni...efa það samt ;)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Nei, nei þetta er ekkert of mikið af því góða:-) Ég var bara að taka nákvæmlega sömu ákvörðun í síðustu viku - að láta ekkert fara í taugarnar á mér og finnast allt og allir svo skemmtilegir. Mættu fleiri taka okkur snillingana til fyrirmyndar;-) Já vér erum sniðugar og snjallar og snillingar allar!!!! Hafðu það gott.

Anonymous said...

Já stelpur lífið er dásamlegt með bros á vör:-)
Það er annara vandamál að vera svona eins og þeir/þær eru mis skemmtileg og alltaf þreytt og þjökuð af því hvernig aðrir eru og hvað aðrir gera eða ekki gera:-)
gleði kveðjur
Íris