Thursday, October 30, 2008

Hananú

Fór í ræktina í dag, eftir einn skrítnasta tíma í HA frá byrjun...ætla ekki einu sinni að skrifa um það að svo komnu máli...kanski seinna.
Mikael Hugi kom heim í dag í 4 húfum...mjög ánægður með sig, enda var orðinn talsverður skortur á húfum...nú er næsta skref að ná honum heim í slatta af vettlingum ;)
Annars virðist lesturinn að vera að koma hjá honum, svo það eru jákvæðar breytingar þar á bæ.
Ekki sömu sögu að segja um gelgjuna í augnablikinu...sá að hann hafði ekki unnið í tímum eða skilað heimanámi í stærðfærði síðustu vikuna, var náttúrulega ansi þung á brún...Kristján litli hafði ekki mjög sterka málsvörn, eða eins og hann sagði: "ég er bara ekkert góður í stærðfræði" hummm...ég sagði honum líka það að ekki batnaði það ef hann ynni ekki í tímum og skilaði ekki heimanámi. Svo nú er drengurinn kominn í tölvustraff og er í afar megnri fýlu inni hjá sér!

Kabarett æfingar eru bara öll kvöld núna, brjálað að gera í skólanum, svo þetta er að öllu leiti bara alveg ljómadi allt saman ;)
Fór i skóbúð í dag að leita af kuldaskóm á Kristján, það gekk erfiðlega, því lítið sem ekkert var til í hans stærð! Og bara ekkert væntanlegt...kallinn í skóbúðinni sagði bara að það væri sko ekki von á neinum vörum. Vei vei vei...var svo harðákveðin í því að láta ekki kreppuna pirra mig í dag, að ég hamaðist í ræktinni og hékk á Facebook...;) hehe...þarf samt að klára eina ritgerð við fyrsta tækifæri...well, koma tímar koma ráð ;)
Hafið það gott í snjónum...

Till next...adios

No comments: