Wednesday, December 17, 2008

Hvolf

Það er ekki hægt að ímynda sér með nokkru móti að það séu jól eftir rétta viku, þegar maður gengur inn í íbúðina mína um þessar mundir.
Það er allt í drasli, svefnherbergið mitt á hvolfi, aðallega legó-kubbar um öll rúm og gólf...stofan full af öllu, parket á stofuborðinu, rúmið hans Kristjáns þar líka (ekki uppá stofuborðinu reyndar, en upp við það) og slatti af dótinu hans, gangurinn er einnig fullur af drasli, hillur og samtíningur úr herberginu hans Kristjáns.
Það jólalegasta hér innandyra er eflaust herbergið hans Kristjáns, ekki af því að það er hreint, fínt og snyrtilegt...nei, vegna þess að nú liggur yfir því hvít-ryk-hula...svona næstum eins og snjór yfir öllu!
Ég er með ryk í hárinu og allsstaðar, búin að juða og juða gluggana í þessu margumrædda herbergi, með, reyndar, ágætis árangri. Nú vona ég bara að ég verði það dugleg í fyrramálið að ég skríð ekki aftur upp í rúm, heldur fari bara að mála :) og kanski...eða ég lifi í þeirri veiku von, að kanski verði ég búin að þessu fyrir jól. En þá á ég reyndar eftir að laga til og þrífa alla hina hluta íbúðarinnar...og úfff púfff, það verður að ég held, bæði erfiðara og leiðinlegara heldur en að juða upp málningarský!

Best að fara að sofa bara og vonast til þess að ryk-skýið verði að einhverju leiti sest í fyrramálið ;) Mjá...

Till next...adios

No comments: