Tuesday, December 09, 2008

Próff

Jæja, þá er ég að fara í "prófið" í dag...á ennþá eftir að lesa helling, svo ég ákvað að blogga bara aðeins...ekki virðist prófið ætla að lenda á heppilegum degi, því ég er ða fyllast af hálsbólgu og kvefi...aaaaaaaatjú!!!

Ég fór með Kristján til tannlæknis í dag, tvisvar reyndar, þurftum að bíða svo lengi að við fórum heim og biðum aðeins þar...áttum sum sé að mæta kl.3 en komust að korter fyrir fjögur, eitthvað var þá minn góði vilji til að láta ekkert fara í taugarnar á mér og brosa út í einn farinn að veikjast á þeim tímapunkti. Enda var ég að lesa og lesa og mátti ekkert vera að því að hugsa um tannheilsu drengsins. En það er víst allt í skralli hjá honum, eins og vanalega, glerungseyðing og ves...ég kenni náttúrulega um lyfjanotkun á yngir árum (hummm, þetta hljómar kanski undarlega). En nú er bara drengurinn kominn í gos og safa bann...sem á eftir að verða erfitt...fyrir mig altso ;)
Humanity- An Introduction to cultural Anthropology liggur hér á borðinu og horfir biðjandi á mig...best að lesa eitthvað fyrir prófið á eftir...og hnerra og snýta og aaaaaatjú!

Bless you...

Till next...adios

5 comments:

Elísabet Katrín said...

Auðvitað fór ég ekkert með Kristján til tannlæknis í dag...heldur í gær, greinilega alveg rugluð ;)

Anonymous said...

Fannst þetta einmitt afar skrýtið!! Var einmitt að hugsa um hvenær prófið hefði eiginlega verið - um kvöldið?? Gekk þér ekki annars bara vel? Held að Gústa ætli að koma um helgina ef þú vilt eitthvað vita af því. Kv.

Elísabet Katrín said...

Hehe...einmitt, ég var orðin svolítið rugluð ;) Ég veit annars ekkert hvenær ég get haft saumaklúbb, er að byrja á að rústa herberginu hans Kristjáns, parketið sem á að fara á gólfið hjá honum er nefnilega allt upp á stofuborði ;) Svo það verður varla klúbbur um helgina ;)

Elísabet Katrín said...

Já, og jú prófið gekk bara vel :) takk :)

Adda said...

Oh til hammó með að vera búin í prófunum :) Ég fer í það síðasta á morgun og svo kem ég HEIM á föstudaginn :) Vertu nú búin að baka eitthvað handa mér þegar ég kem í heimsókn á Laugardaginn Eló mín =)
Hlakka til að hitta ykkur.