Wednesday, December 31, 2008

Áramót 2008-2009

Jebb...árið er liðið í aldanna skaut, sagði einhver hér áður fyrr ;) nú eru bara 8 klst. eftir af árinu 2008 þegar þetta er ritað. Ég og Mikael fórum áðan og keyptum tertu og bombu ;) ákváðum að styrkja björgunarsveitina og kveðja þetta ár með stæl.
Kristján er pínu eirðarlaus, enda er hann vanur að vera í Reykjavík um áramót, en eitthvað lítið hefur heyrst þaðan um þessar mundir...svo meiningin er að aka með stráka, salat og skotflaugar í sveitina á eftir og hrella með látum alla þá sem þar verða ;)
Árni bró og co eru mætt á svæðið og verða einnig í sveitinni...:) fun fun fun :)

Meiningin var að líta um öxl og horfa yfir farinn veg ári 2008, en auðvitað þegar mér dettur það í hug þá dettur mér ekkert í hug...en í stuttu máli þá:
Gekk vorönnin í HA ljómandi vel, tók 17 einingar og fékk ágætis einkunnir að mig minnir, frá 7-9,5
Um páskana þá komu Árni bró og co norður og skírðu yngsta fjölskyldumeðliminn...fékk litli prinsinn nafnið Friðrik sem gat ekki passað betur :)
Eitthvað fór ég nú á skíði, bæði gönguskíði og svigskíði og það var fjör :)
Í mai þá var ég í sveitinni að hjálpa Sverrir bró við sauðburðinn, sem var voða gaman og kærkomin tilbreyting frá skólabókum.
Í júní-júlí var ég að vinna á leikskólanum Iðavelli, sem matráður og það var fínt, var samt hálf lasin í 3 vikur sem var ekki jafn fínt...en lagaðist eftir sterapúst og verkjatöflur ;) Ég hætti í leikskólanum upp úr miðjum júlí og var leyst út með blómvendi ;) aldeilis gott fólk sem vinnur þarna.
Daginn sem ég fór í sumarfrí, þá flaug Kristján til Rvk. en ég og Mikael ókum austur á Egilsstaði. Vorum þar í góðu yfirlæti hjá Árna og Siggu Láru og fjölsk. og Nonni og Kathleen komu líka og þetta var voða skemmtileg helgi. Fórum á Borgarfjörð eystri, þar sem ég var að koma í fyrsta skipti, snilldarstaður...og fórum líka á Skriðuklaustur sem klikkar ekki í fegðurð, góðu veðri og frábærum mat :)
Svo fórum við norður aftur í heyannir ;)og Kristján kom aftur úr Rvk.eftir viku dvöl þar...
Sumarið leið með heyskap, sundferðum og leti...keypti mér svo nýjan (notaðan) bíl í ágúst, nánar tiltekið 12.ágúst og brunaði á honum til Reykjavíkur þann 13.ágúst. Bíllinn VW Passat er rosa krúttlegur og er árgerð 2000
Jamm...ég fór sum sé með strákana í borgina, með Kristján til doksa og þá báða í Kringlu-Smáralindar kaupæði...eyddum peningum hægri vinstri í bæði föt og skemmtun ;)
Fljótlega eftir að norður var komið, þá byrjaði skóli hjá mér og strákunum.
Svo var þetta vanalega, göngur, réttir, sláturtíð og kabarett í Freyvangi.
Ég tók 18 einingar í HA núna á haustönn og gekk það ljómandi vel, fékk eina 7,5 fjórar 8 og eina 8,5 í einkunn...Sum sé 8 í meðaleinkunn og er bara glöð með það. Annars lítur út fyrir árekstra í stundarskrá og púsl á komandi vorönn og kanski get ég ekki tekið þá áfanga sem hugur stendur til, en það kemur í ljós.
Eitthvað hefur maður nú farið á af tónleikum á árinu, einnig í leikhús og bíó og er það alltaf jafn gaman :)

Ég er eflaust að gleyma að minnast á heilan helling sem gerðist skemmtilegt á árinu, en það mjatlast þá bara inn seinna ;) held ég verði bara að fara að brytja í salat og koma mér og mínum í sveitina :)

Vonandi eigið þið öll góð og gleðileg áramót og vonandi verður nýtt ár fullt af gleði og hamingju :)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

Ég vildi bara segja gleðilegt ár og þakka fyrir það gamla þó svo að það hafi nú verið fáir hittingarnir;) Vonandi verði þeir bara fleiri á næsta ári.

Elísabet Katrín said...

Takk Eva mín :) sömuleiðis, við stefnum bara á hellings hittingar á þessu splunkunýja ári :D

Anonymous said...

Gleðilegt árið Elísabet og takk fyrir hjálpina með Monu. Þú bjargaðir mér alveg:-) Verðum að hafa einhvern tíma eitt gott partí með "gömlum" og nýjum eldhúsgellum.

Elísabet Katrín said...

Gleðilegt árið Hanna :) alltaf gaman að geta hjálpað vin í neyð ;) hehe...sérstaklega ef það er ekki erfiðara en að sitja kjur á rassinum við tölvuna :) Lýst vel á partý, maður verður nú að kenna öllu þessu nýja liði hvernig á að haga sér í eldhúspartýum...múhahahahaha