Tuesday, December 16, 2008

Kærustur

Ég rölti með Mikael á sundæfingu í dag, á leiðinni frá skólanum í sundið þá sagði hann mér þetta: "Mamma, ég veit um einn strák sem á tvær kærustur og hann er búinn að kyssa þær allar!"
Hehe...svo sagði hann reyndar líka að þessi strákur væri dálítið ruglaður, næstum alveg eins og einn sem er með honum í bekk ;) en þess ber að geta að þessi "kærustumargi" ungi drengur er í Lundarskóla ;)
Annars stóð Mikael sig vel í sundi, synti alveg eins og herforingi, af meira kappi en forsjá...sennilega hefur hann það frá mér ;)
Ég fór á ógurlegt skrall sl.laugardagskvöld, á jólahlaðborð með vínklúbb Ak. á RUB23, flottur matur og góð vín og góður félagsskapur...endaði alveg með hressasta móti ;) var samt ekki eins hress daginn eftir, þegar ég var að steikja laufabrauð í sveitnni og þurfti að nota allan minn vilja til að æla ekki ofaní steikarpottinn ;) varð voða fegin þegar Sverrir bró plataði mig upp í fjárhús...það var hressandi þótt það hafi kanski ekki verið alveg jafn mikil hjálp í mér og til stóð...en eitthvað af hrútum komst samt í kindurnar ;)

Ástandi í efnahagsmálum landsins virðist ekkert vera að batna nema síður sé...nú er hver sparnaðaraðgerðin að reka aðra og allir í lausu lofti með allt.
Sumar aðgerðirnar eru samt næstum því meira en lítið skrítnar, það á t.d að moka Keflavíkurflugvöll sjaldnar og lýsa hann minna en verið hefur...samt ekki að minnka öryggið...uuu...ég veit að ég er næstum ljóska, en hefur þá ekki verði mokað og lýst of mikið hingað til, ef það er hægt að minnka þetta án þess að minnka öryggið??? Spyr sá sem ekki veit og lítið vit hefur á flugi.
Svo eiga náttúrulega allir háskólar landsins að spara...en jafnframt að fjölga nemendum, svo að þeir sem að misst hafa vinnuna geti farið í skóla...ekki er ég heldur að fá þetta reikningsdæmi til að ganga upp, enda alltaf verið léleg í stærðfræði.

Tunglið veður í skýjum...bókstaflega...jólasveinarnir detta inn um gluggann hver á fætur öðrum. Fór í Toys-R-us í dag, þar er bara ekki hægt að kaupa nokkurn fjára fyrir minna en 2000kr. og ég er ekki að ýkja nema um svona fimmhundruðkall ;)
Eins gott að jólasveinarnir séu vel efnum búnir og fái vinnu næsta sumar í kreppunni ;)
Hætt að bulla í bili...

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Að steikja laufabrauð þunn trúi ég vel að hafi ekki verið sérlega skemmtilegt;-)Já þessar sparnaðaraðgerðir eru margar skrýtnar. Nú ætla þeir að loka fangelsinu á Ak. hluta af næsta ári en samt eru öll fangelsi meira en troðfull og alltaf fjölgar föngum! Það ætti kannski að senda fangana á öll eyðibýli landsins (þeim hlýtur að fjölga á næstunni) og þar verða þeir vesgú að reyna að lifa af. Bara hugmynd í skammdeginu. Hafðu það gott í jólafríinu góða mín. Kv.