Saturday, December 27, 2008

Krúttípúttí

Jólin hafa liðið hratt, eins og vanalega þegar það er gaman og gott :)
Vorum í sveitinni á aðfangadagskvöld í góðu yfirlæti, góðum mat og góðum gjöfum...
Vorum svo bara heima á jóladag í leti leti, eldaði reyndar kalkúnabringu í kvöldmatinn ásamt hangiketinu góða úr sveitinni.
Í gær var svo fjölskylduboð í sveitinni og þar mætti öll nánasta fjölskydan sem er stödd á svæðinu...svo koma Árni bró. og Co á mánud. og þá verður bara enn meira gaman :)
Í dag ætlaði ég að vera voða dugleg og hreyfa mig eitthvað...en úr því varð lítið og í stað þess fór ég bara í kaffi til vinkonu minnar og borðaði meiri kökur :D
Svo kemur krúttlegast hluti bloggs dagsins: ég fór í 10-11 fyrir kvöldmatinn, vantaði eitthvað smotterí, Mikael fékk 500kr. og skrapp í Jón Sprett til að kaupa sér smá nammi...svo bíð ég eftir honum og sé að hann kaupir sér nammi fyrir 150 kr. svo þegar við löbbum út þá biður hann mig að bíða fyrir utan 10-11 og segir að ég megi ekki koma með, eigi bara að bíða, ég verð hálf óþolinmóð og held að drengurinn ætli að kaupa sér meira gotterí þar, "ég verð enga stund" segir hann...og ég sé að hann labbar beint að afgreiðsluborðinu og segir eitthvað við afgreiðslumanninn og svo kemur hann út aftur. Ég spyr hann hvað hann hafi verið að gera þá segir hann: "Ég var að gefa fátæka fólkinu pening" ...ég fór bara næstum að grenja...fanst þetta svo sætt og gott hjá honum, hann hafði þá farið og sett 200 kr.í rauðakross söfnunarbauk :)
Ég er kanski ekki alveg að klúðra uppeldinu á drengunum á allan hátt ;)

Hafði góðar og gleðilegar stundir :)

Till next...adios

6 comments:

Anonymous said...

Æi sætur strákur sem þú átt Eló mín. Svo á maður bara að fara í ræktina eftir áramót!!! Algjör óþarfi að berjast í þessu um jólin;)

Anonymous said...

Þessi sæti strákur hefur bara fengið svona hugulsemi með móðurmjólkinni sem virðist duga lengi með góðu uppeldi. Gleðileg jól.
kv Íris

Anonymous said...

Svona er hann bara vel upp alinn drengurinn og líkur mömmu sinni:-) Alveg sammála Írisi og Evu með það. Hafðu það gott. Má spyrja hvernig gekk í prófunum?

Elísabet Katrín said...

Takk fyrir það allar sama :) þið eruð bestar :)
Já, Hanna þú mátt spyrja hvernig gekk...mér gekk bara vel, ég fékk 8 í fjórum fögum og 7,5 í einu fagi og á ennþá eftir að fá út úr síðasta prófinu...bíð spennt ;)

Elísabet Katrín said...

Var að fá síðustu einkunnina: 8,5 :) jííiiiiiha :D

Anonymous said...

Hjartanlega til hamingju með þessar einkunnir. Þú ert bara snillingur. Kv.