Friday, December 19, 2008

Plat

Ég fór með Mikael í jólasund áðan, eða hann fór í sund og ég horfið á, þetta var á vegum sundfélagsins Óðins og var bara ljómandi gaman. Nema það að þegar við komum þá var eitthvað jólasveinaræksni að væflast í anddyrinu, svona pínulítið eins og hann vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara. Grindhoraður með augljósa gerfibumbu...
Þegar sundið er búið er hann enn að væflast, býður öllum börnum góðan dag og gefur þeim sundhettu merkta Símanum úr Coca-Cola pokanum sínum. En þar sem ég stóð í anddyrinu á meðan að Mikael klæddi sig, þá fylgdist ég með sveinka góða stund...og er ekki frá því að hann hafi bara verið aðeins við skál! Hann skjögraði annað slagið, og ruglaði hreinlega, var svo búinn að taka af sér húfuna fyrir rest svo að englakrullulufsuskegghárið varð ennþá gerfilegra...og þurfti samt mikið til!
Mikael tók með hálfum huga við bláu Síma-sundhettunni, sem hann sagðist aldrei ætla að nota og tilkynnti mér hátt og snjallt þegar að við vorum komin út að þessi jólasveinn hafi sko verið gerfi!!!
Og ég gat bara hreinlega ekki sagt annað en já...datt ekki í hug að reyna að ljúga að barninu að þessi jólasveinaómynd væri alvöru.
Svo sagði Mikael líka að þessi hefði sagst heita þvörusleikir, og þvörusleikir hefði sko verið í Brekkuskóla í dag og hann leit bara alls ekki svona út!!! ;) hehe
Ég hef bara að ég held, aldrei séð aðra eins veru...nánast ekki hægt að kalla þetta jólasvein...virkaði eins og einhver róni fyrir utan vegg hafi verið dreginn inn og hent í búning...og fengið fleig að launum ;) hehe
Well...hætt að dissa sveinka ;)

Ég málaði gluggana í Kristjáns herbergi í gær, held ég verði að fara aðra umferð í kvöld...eins gott að gera þetta almennilega ;) held samt að það sé bjartsýni að ég geti klárað herbergið, hennt öllu inn í það og lagað til og skreytt fyrir aðfangadag...en sjáum til...í versta falli verður bara lítið skreytt og mikið breytt ;)

Það er djö...kuldi úti, svo það er fínt að vera inni og mála...drakka kakó og liggja undir sæng :)
Hafið það gott í kuldanum krúttin mín :)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Já jólasveinarnir eru nú ansi misjafnir. Það á náttúrulega bara að sleppa því að hafa jólasvein ef það er ekki hægt að redda almennilegum manni í þetta hlutverk!!!
Gangi þér vel með herbegið;)
Jólakveðja frá Evu giljagaur;)