Saturday, December 20, 2008

Shittttt

Var dugleg í dag...málaði aðra umferð yfir gluggana og eru þeir bara alveg snilld ;) get tekið að mér að mála fyrir fólk ;)
Svo byrjaði ég á að rífa af teppið, ákvað að "drífa" það af og mála svo herbergið snöggvast. Hummmm...ég var voða voða voða bjartsýn þar! Í fyrsta lagi var teppadruslan ógeðslega föst, greinilega ekki verið sparað límið á sínum tíma...púfff, en það hafðist fyrir rest...en ekki tók betra við, það var dúkadrusla undir teppinu og þegar ég reif hann af þá varð eftir brúnt-lím-eitthvað ógeð á gólfinu sem þarf að skafa eða meitla af. Og ég er sum sé búin að meitla af pínuponkulítið horn og sé ekki fram á að klára helv...gólfið fyrir jól. Það er amk ógurleg bjartsýni að ég verði búin að klára að gera gólfið klárt undir parket fyrir þorláksmessu, eins og til stóð!
En ég verð bara að halda áfram að púla á gólfinu, ekkert annað í boði.

Gleymdi annars að geta þess í gær (var svo uppnumin af gerfisveinka) að ég gerði nokkuð sem ég hef ekki gert áður!
Ég fór í húðhreinsun. Og ég held að ég geri það bara ekkert aftur!
Þetta byrjaði ágætlega, en svo byrjaði gellan að misþyrma á mér nefinu...kreisti og kramdi og þjösnaðist á því...sagði svo að það væri ekkert til að kreista!!!
Ég var með hjartslátt í nefinu og eldrauð sem Rúdólf.
En ég fór líka í lit og plokk, svo þetta var ekki alveg vonlaust ;) hehe

Jæja, er búin í bakinu og ætla að vera löt í kvöld...

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Húðhreinsun... Það er hreinasta hell.... Mæli miklu frekar með andlitsbaði!!!! Það er geggjað og sva er andlitsnuddið alveg geggjað... Mæli með því;)

Elísabet Katrín said...

Einmitt, það verður sko andlitsbað næst ;) ekki spurning :D