Friday, November 16, 2007

Föstudagur

Jæja, þá er bara venjulegur dagur í dag, föstudagur og helgin að skella á. Jónas Hallgrímsson átti víst afmæli þennan dag og hefði orðið 200 ára eða eitthvað svoleiðis. Ég er búin að vanda málfar mitt sérstaklega í dag, það sem það er dagur íslenskrar tungu og mun það gjöra áfram.
Minn eldri sonur hann Kristján er að fara til fögnuðar í kvöld, það ætla að hittast nokkrir félagar í húsi eins þeirra, borða flatbökur, drekka límonaði og horfa á kvikmynd um galdradreng af engilsaxnensku bergi brotinn sem ku heita Harry Potter. Ég vona bara að þetta sé ekki yfirskyn og í reynd sé brjáluð gleði með stúlkum og alkahóli ;) hehe, nei ég hef annars engar áhyggjur af því, þar sem sonnur minn er prúður drengur og einnig hans kumpánar.
Svo nú er ég að sjóða fisk, handa mér og Mikael, svona í tilefni dagsins ;)
Ég gerði annars það í dag sem ég hef eigi gjört áður, en það var að kaupa jólagjöf fyrir mánaðarmót nóv.-des. Og meira að segja hugsa ég að ég hafi hingað til ekki keypt jólagjafir fyrr en í fyrsta lagi eftir 15.des. En núna dreif ég mig í verslun og keypti jólagjöf handa Mikael og meira að segja pakkaði henni inn í jólapappír! Mjög ánægð með sjálfa mig núna :)
Svo byrjaði ég líka á jólahreingerningunni í dag, þar að segja, það var farin pera í stofunni og ég skipti um og þvoði ljóskúpulinn í leiðinni :) og þar með er ég byrjuð að gera hreint, þótt að ég stór efi að ég haldi því áfram fyrr en í fyrsta lagi eftir próf, eða um 15.des.
Svo núna liggur fyrir að gera eina ritgerð um Íslensku sauðkindina og lesa fyrir próf á mánudaginn. Ég fékk reyndar til baka í dag efnisgrindina af ritgerðinni minni, þar hafði kennarinn sett út á það, að heiti ritgerðarinnar: "'Íslenska sauðkindin fyrr og nú" væri "frekar ófræðilegur titill" svo ég auglýsi hér með eftir fræðilegri titlum :) og svo sagði ég að ég: "myndi taka mjög jákvæða afstöðu til Íslensku sauðkindarinnar" og það þótti honum einnig: "frekar ófræðilegt að orða þetta svona". Hummm, ég er greinilega bara frekar ófræðileg! En ég fékk a.m.k að halda áfram með ritgerðina mína, verð bara að verða svolítið fræðilegri.
Jæja, ætla að draga ýsuna upp úr pottinum og fara svo að lesa um efnahagsþróun á Íslandi ;)
Hafið það gott.

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

hmm Hvað með "Sauðfjárfræði 101" Er það nógu fræðilegt?? :)

Elísabet Katrín said...

Hugsa að þá þyrfti ég að skirfa heila kennslubók...hummm, en fræðilegt er það ;)

Hanna Stef said...

Það er þetta með fræðilegra nafn á ritgerðina hmmmmmm...Staða íslensku sauðkindarinnar í nútímasamfélagi. Er þetta ekki hriiikalega fræðilegt nafn. Dugnaður er þetta að vera byrjuð á jólagjafakaupum. Er aðeins byrjuð sjálf. Keypti smotterí á kynningunni sem við vorum á í vikunni. Kv. Hanna

Sigga Lára said...

Þróun sauðfjárræktar á Íslandi frá "ártal"

Þetta er leiðinlegt nafnm en steinliggur.

Kveðja, Árni.