Ætla bara að lýsa yfir leti-stuði! Nenni ekki neinu og er meira að segja ennþá í náttfötunum.
Strákarnir hamast, slást og hamast meira og ég bara sit í eldhúsinu og væflast um veraldarheiminn og fylgist með fólki úr fjarðlægð!
Það er svo bekkjarpartý í kvöld og svo stefnan að fara í Sjallann á Pál Óskar á eftir, en ég verð að viðurkenna það að ég nenni ómögulega að fara á hvorugan staðinn. Ekki það að ég haldi ekki að það verði gaman, heldur bara það að ég er löt og vill bara vera heima í ólátunum hér ;)
Kannski eru þetta bara eftirköst eftri kabarett annirnar, sem tóku náttúrulega 2 vikur og ég var mjög lítið heima við þann tíma.
En kanski verð ég svo bara voða hress og fersk í kvöld, dríf mig í partý og skoppa svo um með "hinum krökkunum" undir dillandi tónlist Palla litla ;).....þótt að núna sé ég í besta falli til í að fara í sveitina og hjálpa Sverrir bróðir að svíða svið ;)
Jæja, það eru farin að hrúgast hér inn annara manna börn, svo ég kann ekki við annað en að klæða mig, kanski ég setji líka í þvottavél og geri eitt verkefni eða svo.
Ætlaði að setja inn eina mynd í tilefni snjókomu og hugmyndaleysis míns, en upp kom vandamálið: bX-6tj0s5 svo það verður að bíða betri tíma.
Till next...adios
Saturday, November 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Blessuð. Það er fínt að vera í letistuði annað slagið. Drífðu þig bara í sveitina að svíða svið! Heyrði í einum þáttarstjórnanda á Rás2 í morgun spyrja gest sinn hvernig maður matreiði sviðalappir. " Eru þær soðnar eða steiktar"!!!??? Þetta er fullorðin manneskja og veit þetta ekki! Auðvitað grillar maður sviðalappir eftir að þær hafa legið í BBQ-legi í 2 klst.!!!HE! HE! Ha det, hvort sem þú verður heima eða hoppandi á Palla hmmmmm.... gæti misskilist. Kv.
Post a Comment