Tuesday, November 20, 2007

Tímasetning

Búin að bíða eftir einkunn síðán um hádegið í dag. Kennarinn sagði í gær að einkunnirnar kæmu inn fyrir hádegið í dag, en þær eru ekki ennþá komnar, er búin að tékka oft og hef ekki getað einbeitt mér að neinu öðru í dag (smá afsökun fyrir að hafa ekki nennt að gera neitt).
En þetta kemur vonandi inn fyrir kvöldið!
Allt annað; Mikael er í afmæli hjá bekkjarbróður svo það er voða rólegt hérna núna...en það verður kanski ekki alveg jafn rólegt á eftir. Ég þarf nefnilega að taka hann aðeins í gegn þegar hann kemur heim! Fékk bréf frá kennaranum hans í dag, þar sem mér var tjáð að honum hefði lent saman við annan strák í frímínútunum í dag. Hann vildi vera með í einhverjum leik, en þessi strákur bannaði honum það (eða sagði að hann gæti ekki verið með) og þá henti Mikael steini í átt að stráknum. Þá sagði strákurinn að hann ætlaði að segja skólaliða frá og þá sagði Mikael þessa hummm "gullvægu" setningu: "mér er alveg sama, þú ert bara hálfviti"!
Það var nefnilega sendur póstur á foreldra allra 1.bekkinga í gær, og þar var sagt frá því að mikið hefði borið á ljótu orðbragði og slagsmálum meðal krakkanna í haust. Og nú á að fara að senda foreldrum póst heim ef eitthvað bjátrar á og ef foreldrar hafa fengið 5 pósta senda heim útaf barni sínu, þá eiga þeir að gjöra svo vel að mæta í skólann og vera þar eins og kennurum þykir ástæða til!!! Og hananú! Nú reikna ég með að ég sé aðeins 4 póstum frá því að þurfa að mæta í skólann með Mikael ;/

Till next...adios

1 comment:

Árni Friðriksson said...

Mikael, svona má ekki segja!
Og aldrei kasta steinum, nema til að fleyta kellingar. Ef einhver strákur er leiðinlegur við þig, skaltu bara ekkert tala við hann. Þannig ert þú góður strákur, en hann leiðinlegur. Og þannig á það vera. Þú ert nefnilega skemmtilegur kall, Mikael, og það særir frænda þinn að heyra svona um þig. Ég veit að þú gerir þetta ekki aftur.

Vertu góður,
Árni frændi.