Bara örstuttar nýjustu fréttir...eða ekki fréttir.
Ég er að lesa eins og brjáluð kona undir próf á morgun (kanski ekki alveg brjáluð, hummm, væri þá varla að hanga á netinu ha) í þjóðfélagsfræði. Hann var alveg að tapa sér núna kennarinn og lætur okkur taka próf úr eftirfarandi köllum: Freud, Simmel, Cooley, Mead, Parsons, Pareto, Michels, Mannheim, Mills og Merton.
Bara það að lesa um Freud tók mig heilan dag, svo sendi hann póst daginn eftir að ég las um hann og sagði að það yrði mjög lítil áhersla á Freud!!!Argh.
Svo er ég að fara í viðtal upp í skóla á eftir, tala við kennarana í 1.bekk um hann Mikael minn ;) Vona nú bara að það hafi eitthvað lagast með orðbragð og slagsmál síðan síðast.
Svo ætla ég í saumaklúbb í kvöld, þannig að ég verð að reyna að vera dugleg að lesa í dag....hummm.
Það á annars að sýna stuttverkið "Hlé" sem við fórum með í Borgarleikhúsið í haust, í Freyvangi föstudagskvöldið 30.nóv. en þá er víst 1.des hátíð hjá menningarmálanefnd sveitarinnar. Er þetta nú víst gert vegna þess á Freyvangur (þ.e húsið sjálft) á 50 ára afmæli um þessar mundir.
Samt pínu asnalegt að hafa 1.des hátíð 30. nóv. sérstaklega þar sem 1.des er á lögbundnum dajmmdegi-laugardegi. Isss flisss þetta menningar.......eitthvað.
Já svo að ég er líka búin að vera dunda mér við æfingar á þessu litla verki "Hlé-i", en það var líka aðeins bætt við það nokkrum prumpubröndurum!
Gaman að hafa nóg að gera.
Eftir prófið á morgun og á fimmtudaginn þá þarf ég svo að gera eina ritgerð um íslensku sauðkindina því ég þarf að skila henni á föstudaginn og einnig þarf ég að lesa undir hugmyndasöguprófið um helgina, en það er á mánudagsmorguninn...So mutch to do, so little time ;)
Jæja, kanski ráð að fara að byrja á einhverju að viti.
Ha de bra...
Till next...adios
Tuesday, November 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Úff, er í svipuðum pakka. Nema minna leikfélag... og meiri ólétta... og veikt barn, svo ég er ekkert að gera af ritgerðunum sem ég þyrfti að vera að skrifa þessa dagana. Fer alveg að heimta að Árni taki sér frí í sjálfboðavinnunni. ;-)
Post a Comment