Nú er það svart maður...allt orðið hvítt!
Nú bara snjóar og snjóar. Ég dreif mig áðan og lét skipta um dekk á bílnum, þar var lööööööng röð og ég greinilega ekki sú eina sem tók þessa ákvörðun með dekkjaskipti. En þetta hafðist á klukkutíma sem verður bara að teljast gott miðað við örtröðina!
Ég get þá a.m.k keyrt fram í Freyvang í kvöld á kabarettæfingu ;) nennti ómögulega að labba.
Talandi um Kabarett, þetta er svona að mjakast, sem er líka eins gott, þar sem sýningar eru um næstu helgi! Hummm....vonandi verður hægt að renna þessu öllu í réttri röð með söngvum í kvöld.
Ofninn inn í svefnherberginu mínu er búinn að vera að stríða mér undanfarið, hefur verið alveg ískaldur og ekkert vilja hitna sama hvað ég snéri hitastillinum. Svo fékk ég það skrítna ráð um daginn að berja hann bara með hamri! Í dag ákvað ég svo að þetta dygði ekki legur (var einhver kuldi í mér að sjá allan snjóinn) og ég reif upp hamarinn og barði ofninn duglega. Ekki leið á löngu áður en að ofninn hitnaði og nú er hann funheitur og fínn :) segið svo að ofbeldi borgi sig ekki....amk gagnvart ofnum ;)
Jæja, þarf að skreppa eftir honum Mikael í skólann, ekki hægt að láta barnið labba í "stórhríðinni".
Till next...adios
Tuesday, October 30, 2007
Saturday, October 27, 2007
Hjálp!
Ég veit ekki hvort að heiti síðasta bloggs "á hlaupum" hafi verið betur geymt til dagsins í dag, en tel jafnvel að svo sé, en þó í allt annari merkingu.
Ég vaknaði í einhverju bjartsýniskasti í morgun, ákvað að skella mér í vetrarhlaup UMFA sem ku eiga að vera í hverjum mánuði í vetur.
Hef nú reyndar ekki verið dugleg að hlaupa undanfarið, en taldi það nú litlu máli skipta og dreif mig af stað. Þarna var slatti af fólki, maður fékk að borga 500 kr. og fékk númer til að næla í sig, minnti um margt á alvöru hlaup. Svo var skokkað af stað....og þar komst ég að því, að í þessi hlaup mæta greinilega aðeins geðsjúkir hlaupafíklar! Eftir ca. 5 min sá ég ekki nokkurn rass lengur. Skokkaði framhjá nokkrum litlum strákum og einn spurði í sakleysi sínu: "ert þú síðust?" ég svaraði já og másaðist áfram. Þegar ég var rúmlega hálfnuð, og löngu búin að mæta öllum sem voru þá á bakaleiðinni, fékk ég þennan ótætis krampa í lærið, en harkaði samt af mér og kláraði hlaupið, á 1,03 klst. ekki alslæmt, en þegar kom í mark þá var eins og það væri sko verið að bíða eftir mér, númerið rifið af mér, virtist ekki vera nein tímataka (tók sko tímann sjálf) og drykkjarföngin sem boðið var uppá löngu búin! Ég skreið inn í bíl, ók heim og haltraði í sturtu. Ákvað að hætta þessum hlaupum og í besta falli skokka ein á mínum hraða og eftir minni getur og þegar mig langar....ekki borga 500 kall fyrir ekki neitt! Og til að sanna það fyrir mér og mínum að þessu hlaupastandi verði haldið í algeru lágmarki, þá fór ég í vídeóleigu, leigði 3 myndir, keypti nokkra poka af snakki, gos og NAMMI :)
Svo nú verður setið og étið horft og legið með lappir upp í sófa. Er reyndar hrædd um að ég hafi tognað eða eitthvað, er a.m.k alveg að farast í fætinum, haltra út um allt og væli, enda vælukjói mikill ;)
Till next...adios
Ég vaknaði í einhverju bjartsýniskasti í morgun, ákvað að skella mér í vetrarhlaup UMFA sem ku eiga að vera í hverjum mánuði í vetur.
Hef nú reyndar ekki verið dugleg að hlaupa undanfarið, en taldi það nú litlu máli skipta og dreif mig af stað. Þarna var slatti af fólki, maður fékk að borga 500 kr. og fékk númer til að næla í sig, minnti um margt á alvöru hlaup. Svo var skokkað af stað....og þar komst ég að því, að í þessi hlaup mæta greinilega aðeins geðsjúkir hlaupafíklar! Eftir ca. 5 min sá ég ekki nokkurn rass lengur. Skokkaði framhjá nokkrum litlum strákum og einn spurði í sakleysi sínu: "ert þú síðust?" ég svaraði já og másaðist áfram. Þegar ég var rúmlega hálfnuð, og löngu búin að mæta öllum sem voru þá á bakaleiðinni, fékk ég þennan ótætis krampa í lærið, en harkaði samt af mér og kláraði hlaupið, á 1,03 klst. ekki alslæmt, en þegar kom í mark þá var eins og það væri sko verið að bíða eftir mér, númerið rifið af mér, virtist ekki vera nein tímataka (tók sko tímann sjálf) og drykkjarföngin sem boðið var uppá löngu búin! Ég skreið inn í bíl, ók heim og haltraði í sturtu. Ákvað að hætta þessum hlaupum og í besta falli skokka ein á mínum hraða og eftir minni getur og þegar mig langar....ekki borga 500 kall fyrir ekki neitt! Og til að sanna það fyrir mér og mínum að þessu hlaupastandi verði haldið í algeru lágmarki, þá fór ég í vídeóleigu, leigði 3 myndir, keypti nokkra poka af snakki, gos og NAMMI :)
Svo nú verður setið og étið horft og legið með lappir upp í sófa. Er reyndar hrædd um að ég hafi tognað eða eitthvað, er a.m.k alveg að farast í fætinum, haltra út um allt og væli, enda vælukjói mikill ;)
Till next...adios
Friday, October 26, 2007
Á hlaupum
Rétt svona að láta vita af mér, er farin að verða pínu löt við að blogga, finnst ég líka alltaf að vera að skrifa um það sama, sem er aðallega um próf og einkunnir! Svo er ég líka að þykjast hafa voða mikið að gera, sem er, svona ykkur að segja, ekki láta það fara lengra, aðallega í nösunum á mér. Ligg í leti helling, eginlega allt of mikið stundum. Nú er ég t.d búin með einn kúrs sem var alltaf eftir hádegi á þriðjudögum (4 tíma) og fyrir hádegi á fimmtudögum (4 tíma) og er ekki alveg að höndla þetta nýfengna "frelsi". T.d í gærmorgun, þá ýtti ég strákunum út fyrir dyrnar, lokaði og skreið aftur upp í rúm og lá þar zzzzzzz-andi, þar til um 11 leitið. Skammaðist þá í búð og fór með bílinn á verkstæði og rétt náði að mæta í tíma á réttum tíma sem byrjaði 12:35 !
Í dag hins vegar er ég ekki búin að vera alveg eins löt, sem er alfarið út af því að ég þurfti að mæta í skólann kl.8:10 ...reyndar sátum við svo heillengi áðan bekkjarfélagarnir og kjöftuðum um allt og ekkert...En ég hafði það af að fara með bílinn í skoðun (fékk bara eina athugasemd, hann heyrði eitthvað hljóð í hjólalegu, held að þetta hafi bara verið hljóðlega og hann haft ofheyrnir) en ég má amk keyra bílinn í ár í viðbót, vona bara að bíllinn vilji það líka ;)
Svo fór ég í apótek og keypti heilu hlössin af hálstöflum, því hann Kristján minn er búinn að vera með hálsbólgu í nokkra daga og í morgun var hann alveg raddlaus og slappur og er núna bara að horfa á Simpsons í "eymd" sinni. Var alveg "miður sín" að komast ekki í skólann. Ætla að troða mig Omega 3-6-9 og Spektro Multi-Vita-Min og vona það besta.
Er svo að fara á stjórnarfund og kabarettæfingu í kvöld, þarf að lesa eitt handrit eða svo og svo þarf ég líka að lesa helling í "hnattvæðingu og iðnbyltingu" fyrir 50% prófið á mánudaginn...púfff, best að byrja á einhverju!
Till next...adios
Í dag hins vegar er ég ekki búin að vera alveg eins löt, sem er alfarið út af því að ég þurfti að mæta í skólann kl.8:10 ...reyndar sátum við svo heillengi áðan bekkjarfélagarnir og kjöftuðum um allt og ekkert...En ég hafði það af að fara með bílinn í skoðun (fékk bara eina athugasemd, hann heyrði eitthvað hljóð í hjólalegu, held að þetta hafi bara verið hljóðlega og hann haft ofheyrnir) en ég má amk keyra bílinn í ár í viðbót, vona bara að bíllinn vilji það líka ;)
Svo fór ég í apótek og keypti heilu hlössin af hálstöflum, því hann Kristján minn er búinn að vera með hálsbólgu í nokkra daga og í morgun var hann alveg raddlaus og slappur og er núna bara að horfa á Simpsons í "eymd" sinni. Var alveg "miður sín" að komast ekki í skólann. Ætla að troða mig Omega 3-6-9 og Spektro Multi-Vita-Min og vona það besta.
Er svo að fara á stjórnarfund og kabarettæfingu í kvöld, þarf að lesa eitt handrit eða svo og svo þarf ég líka að lesa helling í "hnattvæðingu og iðnbyltingu" fyrir 50% prófið á mánudaginn...púfff, best að byrja á einhverju!
Till next...adios
Tuesday, October 23, 2007
Lestur og fleira
Jæja, ekki dugir að skrifa ekki neitt í bloggið breitt ;)
Ákvað rétt aðeins að kíkja hérna inn og skrifa niður örfá orð. Er að myndast við að reyna að lesa fyrir þjóðfélagsfræði-próf á morgun. En það verður um þá kappa Max Weber og Emile Durkheim. En þetta voru miklir spekingar á sínum tíma og eru víst enn ;) Durkheim kallaður faðir félagsfræðinnar...svona ef einhver er einhverju nær!
Annars verð ég að reyna að vera dugleg að lesa í dag, því ég er að fara í saumaklúbb í kvöld. En það verður bara ágætt að líta upp úr bókunum og kjafta við skemmtilegu klúbbkonurnar mínar :)
Annars er nú ekki eins og ég hafi verið með nefið ofaní bókunum síðustu daga....usss, fór á opnun hjá Listasafninu með vinkonu minni á laugardaginn (þar var í boði viskí í engiferöli), svo kíkti ég á kaffihús með kunningjakonu minni frá Rvk. (og við fengum okkur hvítvín) og svo síðan en ekki síst, þá dreif ég mig á árshátíð FSA um kvöldið! En eins og glöggir menn muna þá er ég hætt að vinna á þeim "ágæta" vinnustað, en fyrrverandi samstarfs konur mínar voru svo elskulegar að drífa mig með sér :)
Fínn matur og góð skemmtiatriði og svo dansaði ég eins og fimmtán fávitar laaaaaaangt fram á nótt. Er líka með marbletti ofaná ristunum eftir troðning fullra keeeelinga. Ég var sko ekkert drukkinnnnn...hikk!
Páll Óskar ofurkjútíkrúttíbolla var að DJ-ast og hann er bara snilld. Meira að segja eru gullskórnir mínir farnir að láta á sjá eftir allan dansinn!
Svo fór ég í sveitina á sunnudaginn ( bjargaði þynnkunni minni) og hjálpaði Sverrir bró að reka inn og draga lömbin frá, og flest þeirra farin sína hinstu ferð til Húsavíkur núna...
Og svo....var hringt í mig í gær og ég "plötuð" til þess að vera með í Kabarett, fór á fyrstu æfingu í gærkveldi og kom heim með heilan bunka af texta....og ég sem ætlaði bara að vera eitthvað oggopínupons með, ef þá eitthvað ;)
En þetta verður nú yfirstaðið eftir 2 vikur, svo isss flisss....verður gaman :)
Jæja, þá eru nýjustu fréttir og stóratburðir komnir á stafrænt form, nú verð ég bara að lesa meira og meira og meira, meira í dag en í gær ;)
Till next...adios
Ákvað rétt aðeins að kíkja hérna inn og skrifa niður örfá orð. Er að myndast við að reyna að lesa fyrir þjóðfélagsfræði-próf á morgun. En það verður um þá kappa Max Weber og Emile Durkheim. En þetta voru miklir spekingar á sínum tíma og eru víst enn ;) Durkheim kallaður faðir félagsfræðinnar...svona ef einhver er einhverju nær!
Annars verð ég að reyna að vera dugleg að lesa í dag, því ég er að fara í saumaklúbb í kvöld. En það verður bara ágætt að líta upp úr bókunum og kjafta við skemmtilegu klúbbkonurnar mínar :)
Annars er nú ekki eins og ég hafi verið með nefið ofaní bókunum síðustu daga....usss, fór á opnun hjá Listasafninu með vinkonu minni á laugardaginn (þar var í boði viskí í engiferöli), svo kíkti ég á kaffihús með kunningjakonu minni frá Rvk. (og við fengum okkur hvítvín) og svo síðan en ekki síst, þá dreif ég mig á árshátíð FSA um kvöldið! En eins og glöggir menn muna þá er ég hætt að vinna á þeim "ágæta" vinnustað, en fyrrverandi samstarfs konur mínar voru svo elskulegar að drífa mig með sér :)
Fínn matur og góð skemmtiatriði og svo dansaði ég eins og fimmtán fávitar laaaaaaangt fram á nótt. Er líka með marbletti ofaná ristunum eftir troðning fullra keeeelinga. Ég var sko ekkert drukkinnnnn...hikk!
Páll Óskar ofurkjútíkrúttíbolla var að DJ-ast og hann er bara snilld. Meira að segja eru gullskórnir mínir farnir að láta á sjá eftir allan dansinn!
Svo fór ég í sveitina á sunnudaginn ( bjargaði þynnkunni minni) og hjálpaði Sverrir bró að reka inn og draga lömbin frá, og flest þeirra farin sína hinstu ferð til Húsavíkur núna...
Og svo....var hringt í mig í gær og ég "plötuð" til þess að vera með í Kabarett, fór á fyrstu æfingu í gærkveldi og kom heim með heilan bunka af texta....og ég sem ætlaði bara að vera eitthvað oggopínupons með, ef þá eitthvað ;)
En þetta verður nú yfirstaðið eftir 2 vikur, svo isss flisss....verður gaman :)
Jæja, þá eru nýjustu fréttir og stóratburðir komnir á stafrænt form, nú verð ég bara að lesa meira og meira og meira, meira í dag en í gær ;)
Till next...adios
Tuesday, October 16, 2007
Áttu áttu?
Já, ég á áttu :)
Verð að monta mig aðeins, var að fá út úr þjóðfélagsfræðiprófi áðan, sem gildir 30% af lokaeinkunn. Og ég fékk 8 !!! Ég rak upp siguröskur (ræstum því sigurrós) fór tvöfalt heljarstökk aftur á bak og flikk-flakk af gleði :) Vissi nefnilega ekkert hvernig mér gekk í þessu prófi og margir voru voða svartsýnir út í þetta próf. En núna heldur kennarinn áfram að vera krútt og ég reyni að halda áfram að lesa fyrir næsta próf, sem er reyndar bara rétt handan við hornið....
Reyndar fékk ég líka 8 fyrir smáverkefni í vinnulagi, heimildarskráningu, sem ég hélt ég væri fallin í , gerði reyndar nokkrar mjög klaufalegar klaufavillur, en það var kanski vegna þess að ég kláraði það verkefni eftir að ég kom heim af tónleikum fimmtudagskvöld og var búin að fá mér tvo bjóra. Dundaði mér við þetta eitthvað fram á nótt og fannst það fínt ;)
Mæli samt ekki með mikilli verkefnavinnu eftir bjórdrykkju....hummm.
Annars var ég í prófi í gær, í iðnbyltingu og hnattvæðingu, var aðallega spurt út í styrjaldirnar, bæði þá fyrri og síðari og kalda stríðið.
40% af prófinu voru krossaspurningar, og ég veit að mér gekk ekki vel í þeim, ég er bara alveg hræðileg mað þessa krossa! Það er svo auðvelt að rugla mig, svo hvarflar heldur ekki að mér að eitthvað af svarmöguleikunum sé bara uppspuni og því er ég endalaust að velta þessu fyrir mér og enda oftast á vitlausum svörum. Hinar spurningarnar fannst mér allt í lagi.
Annars virðist fólk líka vera eitthvað fúlt út í þetta próf, því það er búin að vera stöðug umræða um það á netinu síðan það var í gær, allir að segja að þetta hafi verið ömurlegt próf og úr efni sem enginn var búinn að lesa um....hummm.
En burtséð frá því hvernig mér gekk á þessu prófi, kemst að því á mánudaginn sennilega, þá er ég orðin mun fróðari um styrjaldirnar en ég var áður og finnst voða gaman að lesa um þetta allt saman. Væri reyndar líka voða fegin ef ekkert væri prófað úr þessu ;) en það er önnur saga ;)
Jæja, af því að mér gekk svona vel í þjóðfélagsfræðiprófinu, þá er ég að hugsa um að leggja mig aðeins ;) þarf ekki að mæta í skólann fyrr en um hádegið og það er kalt úti!
Held jafnvel að það sé kominn vetur! Þarf að fara með bílinn á verkstæði, í skoðun og í dekkjaskipti, en það er seinna tíma vandamál...á svona tímum væri gott að eiga kall ;)
Till next...adios
Verð að monta mig aðeins, var að fá út úr þjóðfélagsfræðiprófi áðan, sem gildir 30% af lokaeinkunn. Og ég fékk 8 !!! Ég rak upp siguröskur (ræstum því sigurrós) fór tvöfalt heljarstökk aftur á bak og flikk-flakk af gleði :) Vissi nefnilega ekkert hvernig mér gekk í þessu prófi og margir voru voða svartsýnir út í þetta próf. En núna heldur kennarinn áfram að vera krútt og ég reyni að halda áfram að lesa fyrir næsta próf, sem er reyndar bara rétt handan við hornið....
Reyndar fékk ég líka 8 fyrir smáverkefni í vinnulagi, heimildarskráningu, sem ég hélt ég væri fallin í , gerði reyndar nokkrar mjög klaufalegar klaufavillur, en það var kanski vegna þess að ég kláraði það verkefni eftir að ég kom heim af tónleikum fimmtudagskvöld og var búin að fá mér tvo bjóra. Dundaði mér við þetta eitthvað fram á nótt og fannst það fínt ;)
Mæli samt ekki með mikilli verkefnavinnu eftir bjórdrykkju....hummm.
Annars var ég í prófi í gær, í iðnbyltingu og hnattvæðingu, var aðallega spurt út í styrjaldirnar, bæði þá fyrri og síðari og kalda stríðið.
40% af prófinu voru krossaspurningar, og ég veit að mér gekk ekki vel í þeim, ég er bara alveg hræðileg mað þessa krossa! Það er svo auðvelt að rugla mig, svo hvarflar heldur ekki að mér að eitthvað af svarmöguleikunum sé bara uppspuni og því er ég endalaust að velta þessu fyrir mér og enda oftast á vitlausum svörum. Hinar spurningarnar fannst mér allt í lagi.
Annars virðist fólk líka vera eitthvað fúlt út í þetta próf, því það er búin að vera stöðug umræða um það á netinu síðan það var í gær, allir að segja að þetta hafi verið ömurlegt próf og úr efni sem enginn var búinn að lesa um....hummm.
En burtséð frá því hvernig mér gekk á þessu prófi, kemst að því á mánudaginn sennilega, þá er ég orðin mun fróðari um styrjaldirnar en ég var áður og finnst voða gaman að lesa um þetta allt saman. Væri reyndar líka voða fegin ef ekkert væri prófað úr þessu ;) en það er önnur saga ;)
Jæja, af því að mér gekk svona vel í þjóðfélagsfræðiprófinu, þá er ég að hugsa um að leggja mig aðeins ;) þarf ekki að mæta í skólann fyrr en um hádegið og það er kalt úti!
Held jafnvel að það sé kominn vetur! Þarf að fara með bílinn á verkstæði, í skoðun og í dekkjaskipti, en það er seinna tíma vandamál...á svona tímum væri gott að eiga kall ;)
Till next...adios
Saturday, October 13, 2007
Dugnaður
Verð bara að segja ykkur frá því hvað ég er búin að vera dugleg í dag.
Byrjaði á að fara í Hagkaup með strákana og keypti þar tvennar buxur á Mikael og eina peysu. Fannst ekki ganga lengur að hafa hann alltaf í sömu gallabuxunum! Hann á sko alveg fleiri buxur, er bara á því skeiðinu núna að hann vill bara ganga í gallabuxum og var ný búinn að eyðileggja tvennar.
Svo það merkilega: Ég fór á skauta með strákana!
Jamm, og skautaði eins og ekki skautadrottning í klukkutíma!
Hef sko ekki stigið á skauta í púfff....meira en áratug, og þetta reyndi alveg á alla mína fótavöðva.
En það var voða gaman hjá okkur og Mikael var bara orðinn ansi góður, Kristján rosa flinkur, miklu betri en ég ;)
Svo fórum við bara á Búlluna og fengum okkur hammara....síðan er ég búin að vera að lesa um fyrri heimsstyrjöldina, á þá seinni eftir og kalda stríðið...próf á mánudaginn.
Till next...adios
Byrjaði á að fara í Hagkaup með strákana og keypti þar tvennar buxur á Mikael og eina peysu. Fannst ekki ganga lengur að hafa hann alltaf í sömu gallabuxunum! Hann á sko alveg fleiri buxur, er bara á því skeiðinu núna að hann vill bara ganga í gallabuxum og var ný búinn að eyðileggja tvennar.
Svo það merkilega: Ég fór á skauta með strákana!
Jamm, og skautaði eins og ekki skautadrottning í klukkutíma!
Hef sko ekki stigið á skauta í púfff....meira en áratug, og þetta reyndi alveg á alla mína fótavöðva.
En það var voða gaman hjá okkur og Mikael var bara orðinn ansi góður, Kristján rosa flinkur, miklu betri en ég ;)
Svo fórum við bara á Búlluna og fengum okkur hammara....síðan er ég búin að vera að lesa um fyrri heimsstyrjöldina, á þá seinni eftir og kalda stríðið...próf á mánudaginn.
Till next...adios
Thursday, October 11, 2007
Skemmtilega fyndið
Ég óttast það að skrif mín um "skemmtanir" í borg óttans sl. helgi verði að bíða örlítið og víkja fyrir atburðum dagsins.
Ég kveikti nefnilega næstum óvart á sjónvarpinu rétt fyrir kl.17:00 í dag, og stóðu þá ekki Dagur B Eggerts, Björn Ingi framsóknarkrútt og einhverjar tvær kellingagribbur og töluðu mikið og undarlegt mál. Ég áttaði mig fljótlega á að eitthvað snérist þetta um "orku-mál" þeirra höfuðborgarbúa og nokkru seinna rann upp fyrir mér sá fyndni sannleikur að búið væri að mynda nýja ríkisstjórn í Reykjavík! Ég fór að hlæja og hló alveg óskaplega og innilega lengi vel. Svo var talað við háskælandi sjálfstæðis-minnihluta-fráfarandi-borgarstjórn og þá sprakk ég nú alveg. Þar sem þau hímdu þarna með tárvota hvarma og sögðu að hann Björn Ingi framsókanrkrútt væri vondur og óheiðarlegur bakstungumaður. Sem nota bene hafði nú samt alltaf verið gott að vinna með og aldrei borði skugga á samstarf þeirra! Hummm.... Svo hjó ég eftir einu sem sjálfstæðisvælukórinn sagði: "við hefðum náð samkomulagi ef hann Björn Ingi hefði bara verið sammála okkur". Múhahahahahahaha.....þau voru sum sé svekkt og sár yfir því að fá ekki að sukka svolítið og hygla vinum og ættingjum í formi gjafabréfa í gullnámum. Fuss og svei, sjálfstæðis spillta pakk!
Samt sem áður er ég ansi hrædd um að nú sem endranær, verði framsóknarflokknum kennt um allt sem aflaga fer, þótt hann sé að gera hið eina rétta í málinu.
Þetta sannar bara það sem ég hef alltaf sagt: X-B :)
Ég óska bara Degi og Birni Inga til hamingju með borgina og vona bara að þeir kenni þessum kellingum sem eru með þeim að hugsa svolítið meira eins og karlar í borgarstórninni, svo þær eyðileggi ekki fyrir sér og öðrum með einhverjum gribbutilþrifum....hún er nú hættulega hörundssár hún Sverrisdóttirin- sjaldan fellur eplið...
Skil ykkur eftir með hugsanir ykkar ;)
Till next...adios
Ég kveikti nefnilega næstum óvart á sjónvarpinu rétt fyrir kl.17:00 í dag, og stóðu þá ekki Dagur B Eggerts, Björn Ingi framsóknarkrútt og einhverjar tvær kellingagribbur og töluðu mikið og undarlegt mál. Ég áttaði mig fljótlega á að eitthvað snérist þetta um "orku-mál" þeirra höfuðborgarbúa og nokkru seinna rann upp fyrir mér sá fyndni sannleikur að búið væri að mynda nýja ríkisstjórn í Reykjavík! Ég fór að hlæja og hló alveg óskaplega og innilega lengi vel. Svo var talað við háskælandi sjálfstæðis-minnihluta-fráfarandi-borgarstjórn og þá sprakk ég nú alveg. Þar sem þau hímdu þarna með tárvota hvarma og sögðu að hann Björn Ingi framsókanrkrútt væri vondur og óheiðarlegur bakstungumaður. Sem nota bene hafði nú samt alltaf verið gott að vinna með og aldrei borði skugga á samstarf þeirra! Hummm.... Svo hjó ég eftir einu sem sjálfstæðisvælukórinn sagði: "við hefðum náð samkomulagi ef hann Björn Ingi hefði bara verið sammála okkur". Múhahahahahahaha.....þau voru sum sé svekkt og sár yfir því að fá ekki að sukka svolítið og hygla vinum og ættingjum í formi gjafabréfa í gullnámum. Fuss og svei, sjálfstæðis spillta pakk!
Samt sem áður er ég ansi hrædd um að nú sem endranær, verði framsóknarflokknum kennt um allt sem aflaga fer, þótt hann sé að gera hið eina rétta í málinu.
Þetta sannar bara það sem ég hef alltaf sagt: X-B :)
Ég óska bara Degi og Birni Inga til hamingju með borgina og vona bara að þeir kenni þessum kellingum sem eru með þeim að hugsa svolítið meira eins og karlar í borgarstórninni, svo þær eyðileggi ekki fyrir sér og öðrum með einhverjum gribbutilþrifum....hún er nú hættulega hörundssár hún Sverrisdóttirin- sjaldan fellur eplið...
Skil ykkur eftir með hugsanir ykkar ;)
Till next...adios
Tuesday, October 09, 2007
Húsmóðir í hjáverkum
Ég er að reyna að vera smá húsmóðir í dag. Ekki misskilja mig samt, ekkert að laga til eða svoleiðis (skúraði fyrir (þó)nokkrum dögum og hugsa að það verði að duga til jóla), bara að elda!
Er að sjóða fullan pott af lambaketi og fullan pott af kartöflum, og ætla mér svo að búa til afgangakássu á morgun. Þetta kalla ég að vera húsmóðir, elda hagsýnt...í svona tvo daga í viku ;)
Það er annars agalegt að þykjast vera svona mikil húsmóðir í eldamennskunni þegar Nigella er að elda krásir í sjónvarpinu með alveg ótrúlega lítilli fyrirhöfn! Og aldrei þarf Nigella að vaska upp!
Ekki það að ég öfundi hana neitt, þótt hún sé falleg, eldi krásir og borði helling án þess að vera feit, aðallega þetta með uppvaskið ;)
Allt annað, ég er að hugsa um að setja ekki fleiri einkunnir inn á bloggið mitt. Fékk út úr einu örprófi í gær (Iðnbylting og hnattvæðing) og óhætt að segja það, að sú einkunn er ekkert til að hrópa húrra fyrir...ok, ég skal segja ykkur það, ég fékk 6,3 :( En reyni að hugga mig við að það eru 3 örpróf í þessum áfanga og þau 2 bestu gilda til lokaeinkunnar 20% . Annars var þetta bara frekar gott á mig, kanski þörf ábending um það að það er komin tími til að OPNA skólabækurnar og lesa!!!!!
Sem minnir mig á það að ég þarf að fara að læra. Og ég sem ætlaði að fara að skrifa um næturlífið í Reykjavík......hummmm, næst.
Till next...adios
Er að sjóða fullan pott af lambaketi og fullan pott af kartöflum, og ætla mér svo að búa til afgangakássu á morgun. Þetta kalla ég að vera húsmóðir, elda hagsýnt...í svona tvo daga í viku ;)
Það er annars agalegt að þykjast vera svona mikil húsmóðir í eldamennskunni þegar Nigella er að elda krásir í sjónvarpinu með alveg ótrúlega lítilli fyrirhöfn! Og aldrei þarf Nigella að vaska upp!
Ekki það að ég öfundi hana neitt, þótt hún sé falleg, eldi krásir og borði helling án þess að vera feit, aðallega þetta með uppvaskið ;)
Allt annað, ég er að hugsa um að setja ekki fleiri einkunnir inn á bloggið mitt. Fékk út úr einu örprófi í gær (Iðnbylting og hnattvæðing) og óhætt að segja það, að sú einkunn er ekkert til að hrópa húrra fyrir...ok, ég skal segja ykkur það, ég fékk 6,3 :( En reyni að hugga mig við að það eru 3 örpróf í þessum áfanga og þau 2 bestu gilda til lokaeinkunnar 20% . Annars var þetta bara frekar gott á mig, kanski þörf ábending um það að það er komin tími til að OPNA skólabækurnar og lesa!!!!!
Sem minnir mig á það að ég þarf að fara að læra. Og ég sem ætlaði að fara að skrifa um næturlífið í Reykjavík......hummmm, næst.
Till next...adios
Sunday, October 07, 2007
Borg óttans og margt smátt
Jæja, þá er ég komin heim, þreytt og slæpt eftir slarkið í stórborginni ;)
Við fórum nokkur úr Freyvangsleikhúsinu í ferðalag til Reykjavíkur að sýna stuttverkið "Hlé" eftir hann Hjálmar Arinbjarnarson á stuttverkahátíðinni "margt smátt" í Borgarleikhúsinu í gær.
Við Friðbjörg vorum náttúrulega svo miklar prinsessur, að við flugum í gærmorgun suður og norður aftur í hádeginu í dag.
En gærdagurinn var ansi stífur.....ég byrjaði á að skutla strákunum í sveitina og bruna beint á flugvöllinn. Hélt reyndar að ég myndi missa af vélinni þar sem ég ætlaði aldrei að finna bílastæði! Þarna voru bílar út um allar trissur og á öllum auðum plássum, bílastæðum, grasbölum og grjóthólum. Fann fyrir rest smá grænan blett sem ég gat troðið bílnum á, komst reyndar varla út úr honum fyrir runna sem ég var klesst uppvið, en það reddaðist.
Vinkonur Friðbjargar náðu í okkur á flugvöllinn í Rvk. og keyrðu okkur upp í Kringlu, svo var æfing í Borgarleikhúsinu.
Eftir æfinguna, þá fórum við í búningunum með "kröfuspjöld" merkt Freyvangsleikhúsinu upp í Kringlu og fengum okkur að borða. Það er óhætt að segja það að við vöktum smá athygli og nokkrir Reykvíkingar eflaust pínu fróðari um Freyvangsleikhúsið núna...amk hvar það er á landinu ;)
Svo var "skrúðganga" um Kringluna með fleiri leikfélögum, sem endaði í Borgarleikhúsinu þar sem stuttverkahátíðin "Margt smátt" fór fram (reyndar átti ég það til ansi oft að kalla þessa hátíð "stórt og smátt" af og til og endalaust).
Þetta var dæmalaust skemmtileg hátíð, okkur gekk frekar vel að leika og vorum eflaust og óefað með besta leikverkið ;) þar á eftir komu verk sem: Árni bróðir leikstýrði, Árni bróðir samdi og Róbert hans Árna bró lék í. :) þetta var næstum því fjölskylduhátíð ;)
Eftir hátíðina þá fóru sumir að "græja" sig og sumir voru dágóða stund að því (ótrúlegt hvað kvennfólk getur verið lengi að taka sig til) en maður fékk sér þá bara öl og spjallaði við Pétur Einarsson á meðan ;) vona að við höfum ekki truflað hann mikið við texta lesturinn......hummm!
Svo löbbuðum við óraleið að einhverju húsi þar sem samveran átti að fara fram, það vissu heldur ekki allir hvert við vorum að fara, svo að leiðin varð kanski aðeins lengri en stóð til...en ekki svo ;) Svo var drukkinn meiri bjór og borðuð þessi fína kjötsúpa :) svo voru skemmtiatriði og fullt af skemmtilegu fólki til að tala við.
Voða voða gaman að hitta fólk sem maður hafði ekki séð leeeeengi.
En þegar miðnættið var rétt um garð gengið, þá ákváðum við Friðbjörg að rölta til Árna títtnefnda bró (fengum sko báðar að gista hjá þeim sómahjónum Árna og Siggu Láru) og kíkja á "menninguna" í miðbænum í leiðinni.
Í stuttu máli, þá lá við að maður þyrfti áfallahjálp eftir stutt stopp á 2 stöðum! En það bjargaði geðheilsunni að koma við í 10-11 og kaupa sér æðibita, bitafisk og banana í nesti, og var það maulað síðasta spottann :)
Jæja, ég fer kanski nánar út í þessa staði í næsta bloggi, er orðin þreytt og búin að skrifa allt of mikið um stórt og smátt...nei ég meina margt smátt ;)
Till next...adios
Við fórum nokkur úr Freyvangsleikhúsinu í ferðalag til Reykjavíkur að sýna stuttverkið "Hlé" eftir hann Hjálmar Arinbjarnarson á stuttverkahátíðinni "margt smátt" í Borgarleikhúsinu í gær.
Við Friðbjörg vorum náttúrulega svo miklar prinsessur, að við flugum í gærmorgun suður og norður aftur í hádeginu í dag.
En gærdagurinn var ansi stífur.....ég byrjaði á að skutla strákunum í sveitina og bruna beint á flugvöllinn. Hélt reyndar að ég myndi missa af vélinni þar sem ég ætlaði aldrei að finna bílastæði! Þarna voru bílar út um allar trissur og á öllum auðum plássum, bílastæðum, grasbölum og grjóthólum. Fann fyrir rest smá grænan blett sem ég gat troðið bílnum á, komst reyndar varla út úr honum fyrir runna sem ég var klesst uppvið, en það reddaðist.
Vinkonur Friðbjargar náðu í okkur á flugvöllinn í Rvk. og keyrðu okkur upp í Kringlu, svo var æfing í Borgarleikhúsinu.
Eftir æfinguna, þá fórum við í búningunum með "kröfuspjöld" merkt Freyvangsleikhúsinu upp í Kringlu og fengum okkur að borða. Það er óhætt að segja það að við vöktum smá athygli og nokkrir Reykvíkingar eflaust pínu fróðari um Freyvangsleikhúsið núna...amk hvar það er á landinu ;)
Svo var "skrúðganga" um Kringluna með fleiri leikfélögum, sem endaði í Borgarleikhúsinu þar sem stuttverkahátíðin "Margt smátt" fór fram (reyndar átti ég það til ansi oft að kalla þessa hátíð "stórt og smátt" af og til og endalaust).
Þetta var dæmalaust skemmtileg hátíð, okkur gekk frekar vel að leika og vorum eflaust og óefað með besta leikverkið ;) þar á eftir komu verk sem: Árni bróðir leikstýrði, Árni bróðir samdi og Róbert hans Árna bró lék í. :) þetta var næstum því fjölskylduhátíð ;)
Eftir hátíðina þá fóru sumir að "græja" sig og sumir voru dágóða stund að því (ótrúlegt hvað kvennfólk getur verið lengi að taka sig til) en maður fékk sér þá bara öl og spjallaði við Pétur Einarsson á meðan ;) vona að við höfum ekki truflað hann mikið við texta lesturinn......hummm!
Svo löbbuðum við óraleið að einhverju húsi þar sem samveran átti að fara fram, það vissu heldur ekki allir hvert við vorum að fara, svo að leiðin varð kanski aðeins lengri en stóð til...en ekki svo ;) Svo var drukkinn meiri bjór og borðuð þessi fína kjötsúpa :) svo voru skemmtiatriði og fullt af skemmtilegu fólki til að tala við.
Voða voða gaman að hitta fólk sem maður hafði ekki séð leeeeengi.
En þegar miðnættið var rétt um garð gengið, þá ákváðum við Friðbjörg að rölta til Árna títtnefnda bró (fengum sko báðar að gista hjá þeim sómahjónum Árna og Siggu Láru) og kíkja á "menninguna" í miðbænum í leiðinni.
Í stuttu máli, þá lá við að maður þyrfti áfallahjálp eftir stutt stopp á 2 stöðum! En það bjargaði geðheilsunni að koma við í 10-11 og kaupa sér æðibita, bitafisk og banana í nesti, og var það maulað síðasta spottann :)
Jæja, ég fer kanski nánar út í þessa staði í næsta bloggi, er orðin þreytt og búin að skrifa allt of mikið um stórt og smátt...nei ég meina margt smátt ;)
Till next...adios
Tuesday, October 02, 2007
Góðan dag :) Fann eina mynd af mér í myndakássunni sem ég var að setja inn í tölvuna. Þessi er nú síðan einhverntíman í vetur/vor.
Bara svona fyrir þá sem sjá mig sjandan ;) hehe...
Ég veit ekki hvort ég er eitthvað að ofþreyta sjáfa mig, en um þessar mundir, þá má ég ekki opna bók án þess að sofna eftir 7 min. Og er það heldur bagalegt þegar maður þarf að lesa heilu bunkana af efni. Ef einhver lumar á ráði hvernig hægt er að lesa án þess að sofna...(nenni ekki að lesa standandi) þá væri það vel þegið.
Annars gengur mér ágætlega að sofna ekki þegar ég er að læra inn í eldhúsi á daginn, en þá er svo mikill hávaði frá krakkaormunum á leikskólanum að það truflar einbeitinguna talsvert.
Það er mjög undarlegt að vera stundum heima þegar það er ennþá leikskóli. Og kanski eins gott að ég var ekki heimavið þegar Mikael var ennþá í téðum leikskóla, ég vissi ekki að krakkar gætu búið til svona mikin hávaða! Stundum er hreinlega eins og það sé verið að pinta þau hroðalega, svoleiðis eru gólin og görgin! Svo elhúsið er ekki góður lærdómsstaður, sófinn er ekki góður lærdómsstaður, rúmið ennþá síður góður lærdómsstaður (nema þá í rúmfræði...múhahahahaha, ég er svooooo fyndin)...svo nú eru góð ráð dýr.
Kanski er ég líka bara á einhverju þreytu skeiði, búin að vera að æfa og svoleiðis.....kanski verð ég bara fín eftir helgi. Þá á nú samt að fara að byrja á Kabarett....hummm, spurning um að vera bara kanski oggopínuponsulítið með í því ;)
Jæja, nú er ég hætt að kvarta. Hætt þessu væri og reyni að gera eitthvað að viti! Og hananú!
Hér er svo ein mynd af Kristjáni, síðan á fermingardaginn hans í vor...21.apríl minnir mig ;) Nú er hann orðinn 14 ára og með hormónaflæðið á háu stigi. Og ég bókstaflega horfi á hann stækka!
Og ekki má gleyma Mikael :)
Sem er alltaf jafn sætur og hormónalaus (ennþá)
Hann er reyndar á því skeiði núna að það má ekki taka af honum myndir, þessi er síðan um fermingu Kristjáns.
Jæja, ætla að gera heiðarlega tilraun til að lesa smá, ekki horfir maður á sjónvarpið í kvöld....alþingisumræður í allt kvöld!
Till next...adios
Subscribe to:
Posts (Atom)