Friday, October 26, 2007

Á hlaupum

Rétt svona að láta vita af mér, er farin að verða pínu löt við að blogga, finnst ég líka alltaf að vera að skrifa um það sama, sem er aðallega um próf og einkunnir! Svo er ég líka að þykjast hafa voða mikið að gera, sem er, svona ykkur að segja, ekki láta það fara lengra, aðallega í nösunum á mér. Ligg í leti helling, eginlega allt of mikið stundum. Nú er ég t.d búin með einn kúrs sem var alltaf eftir hádegi á þriðjudögum (4 tíma) og fyrir hádegi á fimmtudögum (4 tíma) og er ekki alveg að höndla þetta nýfengna "frelsi". T.d í gærmorgun, þá ýtti ég strákunum út fyrir dyrnar, lokaði og skreið aftur upp í rúm og lá þar zzzzzzz-andi, þar til um 11 leitið. Skammaðist þá í búð og fór með bílinn á verkstæði og rétt náði að mæta í tíma á réttum tíma sem byrjaði 12:35 !
Í dag hins vegar er ég ekki búin að vera alveg eins löt, sem er alfarið út af því að ég þurfti að mæta í skólann kl.8:10 ...reyndar sátum við svo heillengi áðan bekkjarfélagarnir og kjöftuðum um allt og ekkert...En ég hafði það af að fara með bílinn í skoðun (fékk bara eina athugasemd, hann heyrði eitthvað hljóð í hjólalegu, held að þetta hafi bara verið hljóðlega og hann haft ofheyrnir) en ég má amk keyra bílinn í ár í viðbót, vona bara að bíllinn vilji það líka ;)
Svo fór ég í apótek og keypti heilu hlössin af hálstöflum, því hann Kristján minn er búinn að vera með hálsbólgu í nokkra daga og í morgun var hann alveg raddlaus og slappur og er núna bara að horfa á Simpsons í "eymd" sinni. Var alveg "miður sín" að komast ekki í skólann. Ætla að troða mig Omega 3-6-9 og Spektro Multi-Vita-Min og vona það besta.
Er svo að fara á stjórnarfund og kabarettæfingu í kvöld, þarf að lesa eitt handrit eða svo og svo þarf ég líka að lesa helling í "hnattvæðingu og iðnbyltingu" fyrir 50% prófið á mánudaginn...púfff, best að byrja á einhverju!

Till next...adios

2 comments:

Hanna Stef said...

Gangi þér vel í prófinu á mánudaginn. Fer líklega að líða að leynifélagsfundi svo þú skalt byrja að undirbúa þig fyrir það!! Kv. Hanna

Adda said...

Hahahahaha Kristján leiður yfir því að vera lasinn heima og komast ekki í skólann. Úff honum hlítur að leiðast alveg svakalega;)

En neinei ekki vera löt að blogga, það er bannað;)