Ég er að reyna að vera smá húsmóðir í dag. Ekki misskilja mig samt, ekkert að laga til eða svoleiðis (skúraði fyrir (þó)nokkrum dögum og hugsa að það verði að duga til jóla), bara að elda!
Er að sjóða fullan pott af lambaketi og fullan pott af kartöflum, og ætla mér svo að búa til afgangakássu á morgun. Þetta kalla ég að vera húsmóðir, elda hagsýnt...í svona tvo daga í viku ;)
Það er annars agalegt að þykjast vera svona mikil húsmóðir í eldamennskunni þegar Nigella er að elda krásir í sjónvarpinu með alveg ótrúlega lítilli fyrirhöfn! Og aldrei þarf Nigella að vaska upp!
Ekki það að ég öfundi hana neitt, þótt hún sé falleg, eldi krásir og borði helling án þess að vera feit, aðallega þetta með uppvaskið ;)
Allt annað, ég er að hugsa um að setja ekki fleiri einkunnir inn á bloggið mitt. Fékk út úr einu örprófi í gær (Iðnbylting og hnattvæðing) og óhætt að segja það, að sú einkunn er ekkert til að hrópa húrra fyrir...ok, ég skal segja ykkur það, ég fékk 6,3 :( En reyni að hugga mig við að það eru 3 örpróf í þessum áfanga og þau 2 bestu gilda til lokaeinkunnar 20% . Annars var þetta bara frekar gott á mig, kanski þörf ábending um það að það er komin tími til að OPNA skólabækurnar og lesa!!!!!
Sem minnir mig á það að ég þarf að fara að læra. Og ég sem ætlaði að fara að skrifa um næturlífið í Reykjavík......hummmm, næst.
Till next...adios
Tuesday, October 09, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Jæja það á bara að halda manni í spennu lengur!! Næturlífið í Reykjavík verður víst að bíða aðeins lengur:-) Þetta er bara fín einkunn hjá þér miðað við hvað er búið að vera mikið í gangi hjá þér undanfarið. Er alveg handviss um að þú tekur restina með trompi. Vi ses.
Post a Comment