Thursday, October 11, 2007

Skemmtilega fyndið

Ég óttast það að skrif mín um "skemmtanir" í borg óttans sl. helgi verði að bíða örlítið og víkja fyrir atburðum dagsins.
Ég kveikti nefnilega næstum óvart á sjónvarpinu rétt fyrir kl.17:00 í dag, og stóðu þá ekki Dagur B Eggerts, Björn Ingi framsóknarkrútt og einhverjar tvær kellingagribbur og töluðu mikið og undarlegt mál. Ég áttaði mig fljótlega á að eitthvað snérist þetta um "orku-mál" þeirra höfuðborgarbúa og nokkru seinna rann upp fyrir mér sá fyndni sannleikur að búið væri að mynda nýja ríkisstjórn í Reykjavík! Ég fór að hlæja og hló alveg óskaplega og innilega lengi vel. Svo var talað við háskælandi sjálfstæðis-minnihluta-fráfarandi-borgarstjórn og þá sprakk ég nú alveg. Þar sem þau hímdu þarna með tárvota hvarma og sögðu að hann Björn Ingi framsókanrkrútt væri vondur og óheiðarlegur bakstungumaður. Sem nota bene hafði nú samt alltaf verið gott að vinna með og aldrei borði skugga á samstarf þeirra! Hummm.... Svo hjó ég eftir einu sem sjálfstæðisvælukórinn sagði: "við hefðum náð samkomulagi ef hann Björn Ingi hefði bara verið sammála okkur". Múhahahahahahaha.....þau voru sum sé svekkt og sár yfir því að fá ekki að sukka svolítið og hygla vinum og ættingjum í formi gjafabréfa í gullnámum. Fuss og svei, sjálfstæðis spillta pakk!
Samt sem áður er ég ansi hrædd um að nú sem endranær, verði framsóknarflokknum kennt um allt sem aflaga fer, þótt hann sé að gera hið eina rétta í málinu.
Þetta sannar bara það sem ég hef alltaf sagt: X-B :)

Ég óska bara Degi og Birni Inga til hamingju með borgina og vona bara að þeir kenni þessum kellingum sem eru með þeim að hugsa svolítið meira eins og karlar í borgarstórninni, svo þær eyðileggi ekki fyrir sér og öðrum með einhverjum gribbutilþrifum....hún er nú hættulega hörundssár hún Sverrisdóttirin- sjaldan fellur eplið...
Skil ykkur eftir með hugsanir ykkar ;)

Till next...adios

4 comments:

Unknown said...

Sæl Elísabet. Þar sem mér finnst nú afspyrnuleiðinlegt að fá milljón heimsóknir á bloggið mitt og að fólk ekki kvitti fyrir sig ætla ég nú að kvitta hér fyrir mig.

Er meira að segja búin að hafa mikið fyrir því, með því að búa til spes email til að geta það!!!

Vildi nú bara láta vita af mér :) rakst á bloggið þitt hjá Elínu og Baldri ...kveðja frá Oslo

Unknown said...

Og þar sem ég loggaðist inn sem islendingafelagið i oslo ...veistu kannski ekkert hver er að kommentera hjá þér ....

Sigrún systir Gústu hér ;)

Hanna Stef said...

Jæja, fór nú framsóknarhjartað þitt að slá hraðar við þessar fréttir!! Mér finnst þetta algjör snilld og Bingi varð bara fyrri til en sjallarnir að biðla til fyrrum minnihluta - er líklega fljótari að hlaupa en Villi kolla, eða spillti, tryllti Villi:-)Ég bíð þá aðeins lengur eftir skemmtanablogginu;-)Eitt enn, af hverju ertu svona neikvæð út í Svandísi og Margréti? Eru konur gribbur ef þær standa fast á sínu en karlar ákveðnir? Elísabet þó! Skamm, skamm. Gaman að sjá Siggu í kommentinu:-) Kv.

Elísabet Katrín said...

Já, gaman að sjá þig Sigga og íslendingafélagið í Osló á blogginu mínu ;) hehe....
ég var nú aðallega að koma af stað einhverjum umræðum með því að gribbugera kellingarnar. Annars er hún Sverrisdóttirin eitthvað svo flokkaóstöðug að maður veit ekki alveg hvar maður hefur hana...hummm, ekki meira um það í bili.
Takk fyrir kommentin :)