Saturday, October 27, 2007

Hjálp!

Ég veit ekki hvort að heiti síðasta bloggs "á hlaupum" hafi verið betur geymt til dagsins í dag, en tel jafnvel að svo sé, en þó í allt annari merkingu.
Ég vaknaði í einhverju bjartsýniskasti í morgun, ákvað að skella mér í vetrarhlaup UMFA sem ku eiga að vera í hverjum mánuði í vetur.
Hef nú reyndar ekki verið dugleg að hlaupa undanfarið, en taldi það nú litlu máli skipta og dreif mig af stað. Þarna var slatti af fólki, maður fékk að borga 500 kr. og fékk númer til að næla í sig, minnti um margt á alvöru hlaup. Svo var skokkað af stað....og þar komst ég að því, að í þessi hlaup mæta greinilega aðeins geðsjúkir hlaupafíklar! Eftir ca. 5 min sá ég ekki nokkurn rass lengur. Skokkaði framhjá nokkrum litlum strákum og einn spurði í sakleysi sínu: "ert þú síðust?" ég svaraði já og másaðist áfram. Þegar ég var rúmlega hálfnuð, og löngu búin að mæta öllum sem voru þá á bakaleiðinni, fékk ég þennan ótætis krampa í lærið, en harkaði samt af mér og kláraði hlaupið, á 1,03 klst. ekki alslæmt, en þegar kom í mark þá var eins og það væri sko verið að bíða eftir mér, númerið rifið af mér, virtist ekki vera nein tímataka (tók sko tímann sjálf) og drykkjarföngin sem boðið var uppá löngu búin! Ég skreið inn í bíl, ók heim og haltraði í sturtu. Ákvað að hætta þessum hlaupum og í besta falli skokka ein á mínum hraða og eftir minni getur og þegar mig langar....ekki borga 500 kall fyrir ekki neitt! Og til að sanna það fyrir mér og mínum að þessu hlaupastandi verði haldið í algeru lágmarki, þá fór ég í vídeóleigu, leigði 3 myndir, keypti nokkra poka af snakki, gos og NAMMI :)
Svo nú verður setið og étið horft og legið með lappir upp í sófa. Er reyndar hrædd um að ég hafi tognað eða eitthvað, er a.m.k alveg að farast í fætinum, haltra út um allt og væli, enda vælukjói mikill ;)

Till next...adios

1 comment:

Hanna Stef said...

Var þeim farin leiðast biðin eftir þér í markið!HE!HE! Hefðu nú getað geymt eins og einn drykk handa duglegu konunni sem gafst ekki upp þó hún væri að hlaupa með þrælvönum:-)Vi ses.