Sunday, October 07, 2007

Borg óttans og margt smátt

Jæja, þá er ég komin heim, þreytt og slæpt eftir slarkið í stórborginni ;)
Við fórum nokkur úr Freyvangsleikhúsinu í ferðalag til Reykjavíkur að sýna stuttverkið "Hlé" eftir hann Hjálmar Arinbjarnarson á stuttverkahátíðinni "margt smátt" í Borgarleikhúsinu í gær.
Við Friðbjörg vorum náttúrulega svo miklar prinsessur, að við flugum í gærmorgun suður og norður aftur í hádeginu í dag.
En gærdagurinn var ansi stífur.....ég byrjaði á að skutla strákunum í sveitina og bruna beint á flugvöllinn. Hélt reyndar að ég myndi missa af vélinni þar sem ég ætlaði aldrei að finna bílastæði! Þarna voru bílar út um allar trissur og á öllum auðum plássum, bílastæðum, grasbölum og grjóthólum. Fann fyrir rest smá grænan blett sem ég gat troðið bílnum á, komst reyndar varla út úr honum fyrir runna sem ég var klesst uppvið, en það reddaðist.
Vinkonur Friðbjargar náðu í okkur á flugvöllinn í Rvk. og keyrðu okkur upp í Kringlu, svo var æfing í Borgarleikhúsinu.
Eftir æfinguna, þá fórum við í búningunum með "kröfuspjöld" merkt Freyvangsleikhúsinu upp í Kringlu og fengum okkur að borða. Það er óhætt að segja það að við vöktum smá athygli og nokkrir Reykvíkingar eflaust pínu fróðari um Freyvangsleikhúsið núna...amk hvar það er á landinu ;)
Svo var "skrúðganga" um Kringluna með fleiri leikfélögum, sem endaði í Borgarleikhúsinu þar sem stuttverkahátíðin "Margt smátt" fór fram (reyndar átti ég það til ansi oft að kalla þessa hátíð "stórt og smátt" af og til og endalaust).
Þetta var dæmalaust skemmtileg hátíð, okkur gekk frekar vel að leika og vorum eflaust og óefað með besta leikverkið ;) þar á eftir komu verk sem: Árni bróðir leikstýrði, Árni bróðir samdi og Róbert hans Árna bró lék í. :) þetta var næstum því fjölskylduhátíð ;)
Eftir hátíðina þá fóru sumir að "græja" sig og sumir voru dágóða stund að því (ótrúlegt hvað kvennfólk getur verið lengi að taka sig til) en maður fékk sér þá bara öl og spjallaði við Pétur Einarsson á meðan ;) vona að við höfum ekki truflað hann mikið við texta lesturinn......hummm!
Svo löbbuðum við óraleið að einhverju húsi þar sem samveran átti að fara fram, það vissu heldur ekki allir hvert við vorum að fara, svo að leiðin varð kanski aðeins lengri en stóð til...en ekki svo ;) Svo var drukkinn meiri bjór og borðuð þessi fína kjötsúpa :) svo voru skemmtiatriði og fullt af skemmtilegu fólki til að tala við.
Voða voða gaman að hitta fólk sem maður hafði ekki séð leeeeengi.
En þegar miðnættið var rétt um garð gengið, þá ákváðum við Friðbjörg að rölta til Árna títtnefnda bró (fengum sko báðar að gista hjá þeim sómahjónum Árna og Siggu Láru) og kíkja á "menninguna" í miðbænum í leiðinni.
Í stuttu máli, þá lá við að maður þyrfti áfallahjálp eftir stutt stopp á 2 stöðum! En það bjargaði geðheilsunni að koma við í 10-11 og kaupa sér æðibita, bitafisk og banana í nesti, og var það maulað síðasta spottann :)
Jæja, ég fer kanski nánar út í þessa staði í næsta bloggi, er orðin þreytt og búin að skrifa allt of mikið um stórt og smátt...nei ég meina margt smátt ;)

Till next...adios

1 comment:

Hanna Stef said...

Sæl:-) Gaman að sjá nýtt blogg. Þetta hefur greinilega verið mjög gaman og nú bíð ég spennt eftir næsta bloggi um "menninguna" í miðbæ Rvíkur.