Tuesday, October 16, 2007

Áttu áttu?

Já, ég á áttu :)
Verð að monta mig aðeins, var að fá út úr þjóðfélagsfræðiprófi áðan, sem gildir 30% af lokaeinkunn. Og ég fékk 8 !!! Ég rak upp siguröskur (ræstum því sigurrós) fór tvöfalt heljarstökk aftur á bak og flikk-flakk af gleði :) Vissi nefnilega ekkert hvernig mér gekk í þessu prófi og margir voru voða svartsýnir út í þetta próf. En núna heldur kennarinn áfram að vera krútt og ég reyni að halda áfram að lesa fyrir næsta próf, sem er reyndar bara rétt handan við hornið....
Reyndar fékk ég líka 8 fyrir smáverkefni í vinnulagi, heimildarskráningu, sem ég hélt ég væri fallin í , gerði reyndar nokkrar mjög klaufalegar klaufavillur, en það var kanski vegna þess að ég kláraði það verkefni eftir að ég kom heim af tónleikum fimmtudagskvöld og var búin að fá mér tvo bjóra. Dundaði mér við þetta eitthvað fram á nótt og fannst það fínt ;)
Mæli samt ekki með mikilli verkefnavinnu eftir bjórdrykkju....hummm.
Annars var ég í prófi í gær, í iðnbyltingu og hnattvæðingu, var aðallega spurt út í styrjaldirnar, bæði þá fyrri og síðari og kalda stríðið.
40% af prófinu voru krossaspurningar, og ég veit að mér gekk ekki vel í þeim, ég er bara alveg hræðileg mað þessa krossa! Það er svo auðvelt að rugla mig, svo hvarflar heldur ekki að mér að eitthvað af svarmöguleikunum sé bara uppspuni og því er ég endalaust að velta þessu fyrir mér og enda oftast á vitlausum svörum. Hinar spurningarnar fannst mér allt í lagi.
Annars virðist fólk líka vera eitthvað fúlt út í þetta próf, því það er búin að vera stöðug umræða um það á netinu síðan það var í gær, allir að segja að þetta hafi verið ömurlegt próf og úr efni sem enginn var búinn að lesa um....hummm.
En burtséð frá því hvernig mér gekk á þessu prófi, kemst að því á mánudaginn sennilega, þá er ég orðin mun fróðari um styrjaldirnar en ég var áður og finnst voða gaman að lesa um þetta allt saman. Væri reyndar líka voða fegin ef ekkert væri prófað úr þessu ;) en það er önnur saga ;)
Jæja, af því að mér gekk svona vel í þjóðfélagsfræðiprófinu, þá er ég að hugsa um að leggja mig aðeins ;) þarf ekki að mæta í skólann fyrr en um hádegið og það er kalt úti!
Held jafnvel að það sé kominn vetur! Þarf að fara með bílinn á verkstæði, í skoðun og í dekkjaskipti, en það er seinna tíma vandamál...á svona tímum væri gott að eiga kall ;)

Till next...adios

1 comment:

Hanna Stef said...

Til hamingju með einkunina:-) Það er alltaf svo gaman þegar vel gengur. Hefði nú viljað heyra öskrið ef það hefði verið "sigurrós" ææææúhúúúú (sungið í falsettu!!) Sjáumst á fimmtudaginn. Kv. Hanna