Tuesday, October 30, 2007

Vetur

Nú er það svart maður...allt orðið hvítt!
Nú bara snjóar og snjóar. Ég dreif mig áðan og lét skipta um dekk á bílnum, þar var lööööööng röð og ég greinilega ekki sú eina sem tók þessa ákvörðun með dekkjaskipti. En þetta hafðist á klukkutíma sem verður bara að teljast gott miðað við örtröðina!
Ég get þá a.m.k keyrt fram í Freyvang í kvöld á kabarettæfingu ;) nennti ómögulega að labba.
Talandi um Kabarett, þetta er svona að mjakast, sem er líka eins gott, þar sem sýningar eru um næstu helgi! Hummm....vonandi verður hægt að renna þessu öllu í réttri röð með söngvum í kvöld.
Ofninn inn í svefnherberginu mínu er búinn að vera að stríða mér undanfarið, hefur verið alveg ískaldur og ekkert vilja hitna sama hvað ég snéri hitastillinum. Svo fékk ég það skrítna ráð um daginn að berja hann bara með hamri! Í dag ákvað ég svo að þetta dygði ekki legur (var einhver kuldi í mér að sjá allan snjóinn) og ég reif upp hamarinn og barði ofninn duglega. Ekki leið á löngu áður en að ofninn hitnaði og nú er hann funheitur og fínn :) segið svo að ofbeldi borgi sig ekki....amk gagnvart ofnum ;)
Jæja, þarf að skreppa eftir honum Mikael í skólann, ekki hægt að láta barnið labba í "stórhríðinni".

Till next...adios

2 comments:

Hanna Stef said...

Sko, sagði ég ekki að þetta myndi duga með hamarinn:-) Ofbeldi borgar sig stundum ó, já. Gangi þér vel og góða skemmtun á kabarett um helgina. Toj, toj!

Lifur said...

Svo gætir þú heimsótt hann frænda þinn í BYKO og fjárfest í nýjum hitastilli.