Saturday, October 13, 2007

Dugnaður

Verð bara að segja ykkur frá því hvað ég er búin að vera dugleg í dag.
Byrjaði á að fara í Hagkaup með strákana og keypti þar tvennar buxur á Mikael og eina peysu. Fannst ekki ganga lengur að hafa hann alltaf í sömu gallabuxunum! Hann á sko alveg fleiri buxur, er bara á því skeiðinu núna að hann vill bara ganga í gallabuxum og var ný búinn að eyðileggja tvennar.
Svo það merkilega: Ég fór á skauta með strákana!
Jamm, og skautaði eins og ekki skautadrottning í klukkutíma!
Hef sko ekki stigið á skauta í púfff....meira en áratug, og þetta reyndi alveg á alla mína fótavöðva.
En það var voða gaman hjá okkur og Mikael var bara orðinn ansi góður, Kristján rosa flinkur, miklu betri en ég ;)
Svo fórum við bara á Búlluna og fengum okkur hammara....síðan er ég búin að vera að lesa um fyrri heimsstyrjöldina, á þá seinni eftir og kalda stríðið...próf á mánudaginn.

Till next...adios

No comments: