Jæja, ekki dugir að skrifa ekki neitt í bloggið breitt ;)
Ákvað rétt aðeins að kíkja hérna inn og skrifa niður örfá orð. Er að myndast við að reyna að lesa fyrir þjóðfélagsfræði-próf á morgun. En það verður um þá kappa Max Weber og Emile Durkheim. En þetta voru miklir spekingar á sínum tíma og eru víst enn ;) Durkheim kallaður faðir félagsfræðinnar...svona ef einhver er einhverju nær!
Annars verð ég að reyna að vera dugleg að lesa í dag, því ég er að fara í saumaklúbb í kvöld. En það verður bara ágætt að líta upp úr bókunum og kjafta við skemmtilegu klúbbkonurnar mínar :)
Annars er nú ekki eins og ég hafi verið með nefið ofaní bókunum síðustu daga....usss, fór á opnun hjá Listasafninu með vinkonu minni á laugardaginn (þar var í boði viskí í engiferöli), svo kíkti ég á kaffihús með kunningjakonu minni frá Rvk. (og við fengum okkur hvítvín) og svo síðan en ekki síst, þá dreif ég mig á árshátíð FSA um kvöldið! En eins og glöggir menn muna þá er ég hætt að vinna á þeim "ágæta" vinnustað, en fyrrverandi samstarfs konur mínar voru svo elskulegar að drífa mig með sér :)
Fínn matur og góð skemmtiatriði og svo dansaði ég eins og fimmtán fávitar laaaaaaangt fram á nótt. Er líka með marbletti ofaná ristunum eftir troðning fullra keeeelinga. Ég var sko ekkert drukkinnnnn...hikk!
Páll Óskar ofurkjútíkrúttíbolla var að DJ-ast og hann er bara snilld. Meira að segja eru gullskórnir mínir farnir að láta á sjá eftir allan dansinn!
Svo fór ég í sveitina á sunnudaginn ( bjargaði þynnkunni minni) og hjálpaði Sverrir bró að reka inn og draga lömbin frá, og flest þeirra farin sína hinstu ferð til Húsavíkur núna...
Og svo....var hringt í mig í gær og ég "plötuð" til þess að vera með í Kabarett, fór á fyrstu æfingu í gærkveldi og kom heim með heilan bunka af texta....og ég sem ætlaði bara að vera eitthvað oggopínupons með, ef þá eitthvað ;)
En þetta verður nú yfirstaðið eftir 2 vikur, svo isss flisss....verður gaman :)
Jæja, þá eru nýjustu fréttir og stóratburðir komnir á stafrænt form, nú verð ég bara að lesa meira og meira og meira, meira í dag en í gær ;)
Till next...adios
Tuesday, October 23, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú ert svo dugleg kona;)
Til hamingju með góðu einkunnirnar og svona, hef ekkert kommentað;)
En ég vildi að ég væri svona dugleg í eðlisfræðinni minni og efnafræðinni. Úff er ekki að nenna þessu. Heheheh..
En knúsaðu drengina þína frá mér:)
Bestu kveðjur
Addos in London;)
Post a Comment