Púfff, ég veit ekki hvort ég er að verða veik, eða bara svona hrikalega þreytt! Vona nú samt að þetta sé bara þreyta.
Mætti eldsnemma í morgun og fór í "val-fags-leit" þar að segja, ég þurfti að finna mér val-fag, og það virtist ætla að verða þrautin þyngri. Aðallega samt út af því að það er ekki svo margt í boði núna, og það sem er kennt, það stangast endalaust mikið á við stundarskrána mína :/
En kl.08:10 mætti ég í : "Meginþættir í þróunarmálum", sem ég hafði hugsað mér að yrði áhugavert, og tíminn passaði fínt. En fuss og svei, það voru tveir skiptinemar í tímanum (frá Litháen) og þá varð kennslan að fara fram á ensku, og ekki nóg með það, þá voru þetta annars-og þriðja árs nemar, sem virtust vita allt og búnir að nota sumarfríið í að kynna sér málið. Mér fannst sumir bara ætla að bjarga heiminum, stöðva fátækt í Afríku og þótt víða væri leitað ;) Ég var alveg uppgefin eftir að hafa setið þarna í 4 tíma, og var farin að hallast að því að gáfulegra væri að fara í Ítölsku! En ákvað svo að kíkja í tíma í "Myndfræði og myndnotkun í fjölmiðlum" og það virkaði bara svona hrikalega spennandi. Jafnvel þótt að ég hafi komist að því að það er kennt með 3.árs nemum í fjölmiðlafræði. Ekki jafn skerí og hitt ;)
En nóg um það í bili.
ÉG gjörsamlega gleymdi að greina frá þeim merkilega atburði um daginn ,að garðurinn var sleginn! En reyndar var sá galli á gjöf njarðar,. að hann er illa sleginn, og ennþá hey út um allt, bæði í litlum heysátum og einnig á dreif um garðinn....svo þetta er alveg spurnig hvort var skárra..
Einnig finnst mér núna leiðinlegt að búa við hliðina á leikskóla! Agalega geta þessir krakkar haft mikin hávaða!
Jæja, held að ég hætti núna að bulla, og reyni frekar að hvíla mig aðeinsl.
Till next...adios
Tuesday, August 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment