Þetta verður stutt blogg í dag.
Eins og glöggir lesendur tóku eftir, þá bloggaði ég ekki neitt í gær, sem er mjög skrítið.
En það átti sínar ástæður. Ég var lasin :( og er það enn...
Ekkert svo sem fárveik, en svona slöpp slöpp slöpp veik, pínu hálsbólga, pínu kvef og svoleiðis, en aðallega slen og máttleysi.
Sit nú og drekk te með hunangi og sítrónusafa útí.
Missti af partý í gærkveldi...og tónleikum á föstudkv. Eins gott að ég fór út á fimmtudkv. annars hefði öll helgin verið ónýt! Eða ónýtt ;)
En svona á móti, þá er fínt að nota þessa köldu, blautu daga í það að liggja í sófanum og horfa á vídeó og þamba te.
Gott að ég fór í Bónus á föstudaginn og keypti byrgðir af mat fyrir viku tíma eða svo.
Hélt að skrílslætin í bænum yrðu kanski svo mikil að maður þyrði ekki út úr húsi í nokkra daga.
En bæjarstjórinn(-stjórnin) sá nú fyrir því, jamm, bara banna þessum skríl á aldrinum 18-23 ára að koma til Akureyrar!
Nú var sko tekið fast á hlutunum....kanski líka með þeirri afleiðingu að tiltölulega fáir lögðu leið sína hingað. Ekkert meira að gera hjá löggunni en um venjulega helgi, engin brjáluð læti og allir glaðir, nema verslunarmenn ;) sem missa þarna af því gullna tækifæri að selja drukknum ungmennum vörur og hafa af þeim sumarkaupið.
Kanski ættu nú verslunarmenn bara að taka sér frí þessa helgi.!!! Hætta að hugsa um gróða endalaust. hummm....
Annars finnst mér þetta samt hálf grátlegt að banna vissum aldurshóp að tjalda á tjaldstæðum bæjarins. Sérstaklega þar sem það er mjög lítill hópur sem hefur skemmt fyrir hinum.
Það á bara að taka þessa bjána sem eru með læti, setja þá á svartan lista og banna þeim að fara á útihátíðir ;)
Ég fór nú á nokkrar útihátíðir á þessum aldri 18-23 ára, eða sennilega eina á ári að meðaltali...sennilega bara farið síðast 22 ára en þá fór ég til Vestmannaeyja.
Útihátíðir eru einmitt fyrir þennan aldur 18-23 ára! Mátt fara án foreldra og eftir 23 þá eru margir farnir að búa og eiga börn eða erlendis í háskóla eða eitthvað.
Það er öllum hollt að upplifa að vera á alvöru útihátíð, svona eins og var í Húnaveri í gamla daga. Enda finnst mér að útihátíðir eigi að halda fjarri mannabyggð. Og bjóða sérstaklega velkomin ungmenni á aldrinum 18-23 ára :) Þau eru sko ekki verri en við...nema síður sé ;)
Till next...adios
Sunday, August 05, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Jahérna, það er ástand á þér! Ég var svo viss um að þú værir núna (kl. 15.00) á Græna hattinum að horfa og hlusta á Sniglabandið. Þóttist meira að segja þekkja klappið þitt!!! Ok. það er orðum aukið!!Ég vil þá bara lýsa yfir samúð minni yfir ástandi þínu og vonandi batnar þér fljótlega. Í vinnunni er svaka fjör og einn var sendur heim (mætti kl. 12.00) en hann var nú bara enn fullur og ekki vinnufær, hékk bara inni á wc. Hmmmmm... þessir krakkar. Held maður hafi nú getað unnið þó ástandið væri alla vega! Fyrsti stafurinn í nafninu er F, þori ekki að skrifa meira. Hætti ekki á málaferli. Bestu kveðjur og farðu vel með þig.
Usss ástand er í vinnunni. Hr. F er náttúrulega ekki kominn á glæpaaldurinn 18-23 ára ennþá. Þess vegna hefur hann verið svona fullur í vinnunni ;)
Lasin um verslunarmannahelgi...er það ekki lögbrot?
Það er náttúrulega bæði lögbrot, stílbrot og glerbrot að vera lasinn um verslunarmannahelgi...er ennþá grátandi :(
Post a Comment