Thursday, August 09, 2007

Púfff

Ég kom heim fyrir u.þ.b. 2 klst. síðan og síðan er ég búin að liggja á meltunni og rymja ógurlega!

Forsagan að því er löng og talsvert merkileg.

Þannig var því nefnilega háttað að ég vaknaði eldsnemma í morgun eða rúmlega 9:00 eða ca.9:29 nánar tiltekið.
Fór með Bollu í saumatöku (sem á mannamáli þýðir að ég lét taka saumana úr sígjótandi-kisunni sem ég er að passa, en nú gýtur hún ekki meir...múhahahaha, mikið er vald mannsins!)
og svo fór ég og skráði Mikael í vistun í skólanum (kræst hvað krakkinn er orðinn gamall, að byrja í skóla og alles!) og svo hjólaði ég með honum í íþróttaskólann. (ætti kanski að hætta að hafa alltaf þessa sviga inn á milli? hummm).
Þegar öllu þessu var lokið, þá keypti ég kartöflusekk og brunaði í sveitina. Nú átti sko að taka á því og rusla inn nokkrum böggum. (Nokkuð mörgum böggum)
Og það gerði ég, með smá hjálp frá Sverrir bró. (skrifað í von um að hann sé ekkert að lesa bloggið mitt...usss)
Þegar ég kom heim um kl.17:06 þá fann ég ekki nokkra löngun hjá mér til að standa í eldamennsku, og strákarnir fundu ekki neina löngun hjá sér til að borða það sem ég bauð þeim uppá (ég sagði: hvort viljið þið soðin fisk eða koma með mér á Greifann?).

Svo það varð úr að fjölskyldan labbaði niður Þórunnarstrætið og inn á Greifann.
Þar var sko tekið á því við átið...ostafylltar tortillaflögur í forrétt, karmellukjúklingur í aðalrétt og swiss-mokka í eftirrétt :) Og þetta er bara það sem ég borðaði ;)

Ég rétt svo gat dragnast upp Þórunnarstrætið og hent mér niður við fréttaáhorf.
Verð reyndar að geta þess að áður en að swiss-mokkanu kom, þá höfðu strákarnir gefist upp og fóru bara á undan mér heim!
Ps. ég var bara að plata þegar ég sagði í upphafi að forsagan að þessu væri merkileg ;)

Till next...adios

1 comment:

Lifur said...

Mér fannst þetta nú merkilegt með köttinn