Friday, August 31, 2007

Tíðindalítið

af vesturvígstöðunum....
Ég verð að segja að ég held að ég sé ótrúlega heppin með bekkjarfélaga. Þetta eru bara þvílíku perlurnar :)
Við sátum nokkrar inn í matsal í morgun, eftir tíma, og ætluðum að tala eitthvað um námið. En þetta endaði í endalausum samræðum um allt milli himins og jarðar. Bæði unglingadrykkju, agaleysi á krökkukm og prump kvennfólks ;)
Alger snilld :)
En námsefnið hleðst upp, þarf að lesa eina bók og skila ritgerð um hana eftir 2 vikur.
Annars held ég að ég ætti að hætta að kvarta og reyna heldur að gera eitthvað. ;)
Var alveg uppfull af visku áðan og ætlaði að bogga helling af skemmti/gáfu-efni, en hef svo bara verið á hlaupum og allt það gáfulega dottið út úr hausnum á mér.
Er að fara að vinna í fyrramálið svo það er kanski bara best að koma sér í rúmið og blogga bara seinna þegar ég hef eitthvað til málanna að leggja. Já, og svo þarf ég að hengja upp mislita þvottinn áður en ég fer að sofa ;)
Það rignir og þar af leiðandi er allt blautt.
Ætla líka að reyna af veikum mætti að fá Kristján til að hætta í tölvunni án þess að brjóta mikið af húsgögnum. ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Ætli það sé þessi aldur sem gerir mann svona hrikalega duglegann og bjartsýnann að skóli sé bara málið? Ég er að kafna úr lærdómi líka og hefði alveg þegið svona kennslu í lærifræðum.... En við verðum flottar þegar við erum búnar :) luvs 2 all in de hás.