Þá er ég byrjuð í skólanum.
Var voða fengin að sjá að ég var sko bara alls ekki elst í bekknum mínum! ;)
Komst svo að því í dag (þegar við þessar "gömlu" vorum á "trúnó") að ein er jafn gömul mér, ein ári yngri, ein 44 ára og svo náttúrulega líka 21 og 22 ára skvísur...svo hef ég ekki komist að aldrinum á fleirum. Enda skiptir það svo sem engu máli heldur, væri alveg slétt sama þótt ég væri elst. Svo eru heldur ekki allir mættir í bekkinn, svo ég er ekki ennþá búin að komast að því hvort hinn skráði Pálmi Gunnarsson (sem er á bekkjarlistanum) sé hinn eini sanni gleðibanka-gjafi, eða bara einhver venjulegur maður ;)
Það væri rosalegt ef hinn eini sanni Pálmi Gunnarsson yrði með mér i bekk!!! Ég er sko nefnilega búin að halda upp á hann síðan ég man eftir mér, og ég var sko pottþétt á því að Gleðibankinn myndi gersamlega rústa Eurovision þarna í denn. En þótt að vonbrygðin yrðu mikil þarna um árið, þá myndi það lækna gömul sár að vera með goðinu í bekk ;)
Annars gekk allt á afturfótunum hjá mér í dag. Það var kynning á tölvukerfinu í morgun, og allir sátu við tölvu og fóru eftir því sem kennarinn sagði. En mín tölva, hún virkaði náttúrulega bara ekki! Svo hann þurfti að restarta henni og voða vesen, allir að bíða eftir mér...hummm
Jæja, svo var smá pása og við fórum nokkur og fengum okkur kaffi, sem hljómar nú sakleysislega. Nei, þá tókst mér sko að sulla kaffinu mínu út um allt, samt búin að setja svona take-away lok á glasið!
Fall er fararheill...sagði ein og ég vona sko sannarlega að það sé rétt.
Svo þurfti ég að fara með báða strákana í viðtöl í skólann, svo ég hef mest verið á hlaupum í dag. Svo er ég að fara á eftir í grillveislu upp í skóla í rigningunni ;)
Og rosalega skrifa ég alltaf mikið af sko-um og svo-um þegar ég er að blogga.....hummm
Ætla að fara og finna regngallann ;)
Till next...adios
Tuesday, August 21, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ertu í skóla með þotuliðinu?????
Híhí
Ég er náttúrulega aðal þotuliðið ;)
Post a Comment