Wednesday, August 29, 2007

Hremmingar

Ég lenti í alveg ógurlegum hremmingum í gærkveldi!
Þetta er frekar óhugnarleg saga, svo að viðkvæmir eru beðnir að lesa ekki lengra og fá sér heldur bók eftir Stefan King að lesa!
Það byrjaði allt frekar sakleysislega, svona venjulegt kvöld, strákarnir skruppu út á leikvöll og ég lét fara vel um mig í sófanum og ætlaði jafnvel að glugga í skólabók.
En þar sem ég hálf ligg í sófanum finn ég allt í einu eins og eitthvað sé að skríða upp fótlegginn á mér undir buxnaskálminni!
Mér fannst þetta að sjálfsögðu óþægilegt og hristi fótinn og dusta skálmina (læddist að mér sá grunur að kónguló hefði hætt sér full nálægt mér) en finn ég þá ekki þennan hroðalega sársauka í fætinum. Eins og hnífur væri rekinn á kaf í fótinn og snúið í sárinu. Og það hætti ekkert að vera vont! Sá ég þá ekki hálfdauðan geitung velta glottandi undan skálminni. Á þessum tímapunkti var ég ánægð með að strákarnir voru á leikvellinum, því sennilega hafa þeir ekki heyrt mömmu sína segja "shitt, fokk, andsk"....og s.frv. jafn oft á stuttum tíma.Ég reyndi að kreista eitthvað út úr stungusárinu en ekkert gekk. Sá fyrir mér hvernig var alltaf sogið úr sárum eftir bit kvikinda í bíómyndum í gamladaga, en hvernig sem ég reyndi þá náði ég ekki með munninn að leggnum á mér...svo ekki bjargaði það mér að hafa horft á káboj-myndir hér í denn ;)
En ég sturtaði yfir svöðusárið helling af sótthreynsandi, og var næstum búin að sturta í mig restinni af flöskunni. Bara svona til að athuga hvort það virkaði þá ekki fyrr ;) Það hvarflaði að mér að hringja í 112 því að þetta var jú sko sannarlega neyðartilvik, en þar sem einhver kunnugur hefði getað svarað ákvað ég að láta það vera.
En setti svo kaldan klút á sárið og beit á jaxlinn....Strákarnir vorkenndu mér út í eitt, þegar þeir komu inn og ég sagði þeim hvað hafði gerst. Mikael sagði að ég ætti að kaupa vélsög og hann ætlaði sko að saga hausinn af geitungnum í hefndarskini fyrir mig.
Svo bara kvaldist ég það sem eftir var kvöldsins, vældi í sumum í gegnum msn og sms og vil þakka öllum stuðninginn á þessum hryllingstíma. Fékk mér svo verkjatöflu fyrir svefninn og var mun betri í morgun., og núna lítur bara útfyrir að ég haldi fætinum :)
En ég finn samt ennþá öggu-pínu pons til.

Till next...adios

4 comments:

Sigga Lára said...

Það beit geitungur Gyðu í puttann í vor. Bróðir þinn setti hann í lokað glas út í glugga og grillaði hann í sólinni í hefndarskyni. Þeir Mikael eru greinilega með viðbrögðin við svona hryðjuverkaárásum á hreinu.

Halla said...

Æææææ ég vorkenni þér alveg helling, lenti í svipuðum hremmingum í sumar á Rhodos með moskitos, ekki gott:-( Það eru til krem sem virka til að gluða á stungurnar, prófaðu svoleiðis! Knús ljúfan og gangi þér vel í skólanum!

Hanna Stef said...

Blessuð. Þetta eru meiri hremmingarnar! Þú átt alla mína samúð. Verður löppin samt ekki örugglega enn á um helgina? Bara svo þú getir unnið fyrir mig!!! Hugsa bara um sjálfa mig HE! HE! HE! Annars getur þú auðvitað hoppað á annari löppinni:-) Heyri í þér seinna, er að fara að borða tertuna hennar Evu. Síðasti dagurinn hennar er í dag. Kv.

Þráinn said...

Þessi kvikindi eru verk djöfulsins!!!