Monday, August 06, 2007

Skárri...

en verri.
Eitthvað er nú heilsufarið að lagast, enda ekkert ball í kvöld. Verslunarmannahelgin að renna sitt skeið á enda. Og fólk að skríða heim á leið.
Nema ég, ég skríð bara heima ;)
Hálsinn er skárri, en eitthvað er kvefið að aukast. Verð að reyna að hlaupa þetta úr mér...
Nú hafa náttúrulega 3 dýrmætir skokkdagar farið forgörðum, hugsa líka að það sé gáfulegast að halda sig heima við í dag.
Þarf líklega að byrja æfingarprógrammið alveg upp á nýtt....kanski líka að semja eitthvað æfingaprógramm ;)
Það var þessi fína flugeldasýning í gærkveldi. Ég stóð dúðuð við útidyrnar og fylgdist með, fékk þó smjörþefinn (eða púðurreikinn) af verslunarmannahelginni.

Tíminn æðir áfram, og ég sem ætlaði að gera svoooooo margt í sumarfríinu, er ekki búin að koma nokkrum hlut í verk.
En jæja, Mikael fer í íþróttaskólann hálfan daginn næstu 2 vikurnar, og þá verður sko tekið á því, skúrað, skrúbbað, rifið út úr skápum og skúffum, hennt og brennt!
Nema ég finni mér eitthvað annað að gera...sem eru þó nokkrar líkur á. Enda nóg að skúra gólfið og sjá svo til með rest ;)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

Þú bara hlýýýtur að finna eitthvað annað að gera! Þetta er nú sumarfríið þitt...hehe

Halla said...

Ja hérna, það er bara full vinna að lesa bloggið þitt þegar maður kemur aftur í smá fríi;-), er sko ekki að kvarta, þetta er alltaf skemmtileg lesning! Vona að þú hristir af þér kvefið væna mín sem allra fyrst og getir haldið áfram að hlaupa og lesa...mikið öfunda ég þig af dugnaðinum, þarf að finna svona skó sem fara með mig út að skokka....Knús og ég sakna ykkar líka!

Halla said...

átti að vera úr fríi!

Anonymous said...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold s3a6f7gs