Ef ég hef léttst um svo mikið sem 1-2 kg. á þessum hlaupum mínum undanfarið, þá eru þau sko komin til baka og ríflega það ;)
Ekki að það hafi verið meiningin að léttast neitt, er bara ánægð með þyngd mína. En ég var aðeins búin að fá ábendingu um það að borða nú vel fyrst ég væri að þessum hlaupum.
Nú hef ég aldrei átt í vandræðum með að borða :) ég etið á við meðal hval ef svo ber undir, og ekki hafa nú hlaupin dregið neitt úr matarlystinni.
En þess síðustu 5 daga sem ég hef ekki hreift mig neitt (sökum veikinda að sjálfsögðu) hef ég etið sem aldrei fyrr! Ég bara hef nánast hangið í ísskápnum og nammi nammi namm...
Ég hélt að ég hefði gert innkaup fyrir rúma viku sl. föstudag, en þurfti aftur í búð í dag!
Kanski enda þessi hlaup mín með því að ég hleyp í spik ;)
Allt annað; ég sá í sjónvarpinu í kvöld tvo stjóra og fattaði þar með allt í einu að mér finnst afskaplega leiðinlegt að sjá þessa stjóra á skjánum, veit ekki endilega afhverju, kanski bara öfund...en þessir stjórar eru bæjarstjórinn á Akureyri (æ greiið kemur bara ekki vel fyrir) og borgarstjórinn í Reykjavík (æ greiið er bara eitthvað svo ömurlegur).
Kanski er ég alveg úti að aka, fór bara allt í einu að spá í þessu, finnst að þetta fólk ætti að hafa talsmann-eða svona fjölmiðlafulltrúa, sem kemur fram fyrir þess hönd, svona eins og flugleiðir eða fjarðarál...
Jæja, what ever....
Fattaði allt í einu í dag, að ég á bara fullt af ónotuðu áfengi síðan síðustu helgi ;)
Spurning hvort maður detti eitthvað í djammgírinn á næstu mánuðum.
Annars fara næstu helgar að verða ansi þétt bókaðar, næsta helgi reyndar nokkuð stapil, bara afmælis-grill fyrir Nonna fertuga (múhahahaha) bróðir minn á mánudaginn.
Helgina þar á eftir er Reykjavíkurmaraþon, þar á eftir ætlar Nonni fertugi að gifta sig og svo þarf ég kanski að vinna og svo koma göngur og réttir og svo og svo og svo...kræst, það verða komin jól áður en ég veit af.
Till next...adios
Tuesday, August 07, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já það þarf að finna góða partýhelgi í haust þegar göngur og svona drasl er búið;) Það er ekki búið að vera neitt almennilegt staffadjamm í sumar! Bara hálft;) Þetta bara gengur ekki. Eigum við ekki bara að stefna á september?
Jamm :) The party must go on ;) annaðhvort næsta helgi, eða þá í september :)
Post a Comment