Sunday, August 12, 2007

Sunnudagsmorgun

Ok, kanski ekki alveg morgunn, þar sem klukkan er að nálgast 13:00 en það er, til þess að gera, svo stutt síðan að ég drattaðist á fætur að mér finnst ennþá vera morgunn.
Fór að skokka í gær og fyrradag líka.
Hlýt að hafa Reykjavíkurmaraþonið af ;) Það er samt enginn búinn að heita á mig ennþá!
Ég veit ekki hvort fólk hefur svona litla trú á mér, eða vill bara nota peninginn sinn í eitthvað gáfulegra ;) og þá er það bara allt í lagi.
Var reyndar að hugsa um að gáfulegra hefði verið að láta fólk heita beint á mig, sem sagt, ef ég hleyp 10 km. þá borgar fólk bara mér beint, í staðin fyrir að forrík félög hljóti góðs af.
Frekar þá ég, bláfátækur námsmaðurinn ;)

Fór á stúfana á föstudaginn og lét panta fyrir mig fartölvu.
Hún kemur sennilega norður á mánudag-þriðjudag...þetta er DELL tölva og vona ég bara hið besta.
Svo þarf ég líklega að kaupa nýtt lyklaborð á þennan tölvugarm, space-bar takkinn er nánast hættur að virka, svo núna þarf ég virkilega að hafa fyrir því að hafa bil á milli orða!
Þarf sko að ýta á sérstakan stað á takkanum til að hann virki. Ekki gaman!

Hann Mikael minn er að verða tannlaus ;) hehe...það bara hrynja úr honum tennurnar núna, búinn að missa eina framtönn að neðan og báðar framtennurnar uppi! Og þetta hefur bara hrunið úr honum á 2 vikum eða svo. Enda tannálfurinn verði tíður gestur á heimilinu ;)
Reyndar missti hann eina tönn í gær og sagðist bara vilja eiga hana, ætlar sko ekki að gefa tannálfinum fleiri tennur!
Jafnvel þótt hann fái pening fyrir...svo hann er búinn að læra það að peningar skipta ekki öllu máli í þessu lífi ;) Og það gott að hann er búinn að átta sig á því :)

Till next...adios

5 comments:

Þráinn said...

Ég býð 327 krónur fyrir hvern hlaupinn kílómeter:D

Eva Rut said...

Ég er búin að heita á þig;) Ég á DELL fartölvu og er mjög ánægð með hana. Hún er að verða tveggja ára og hefur enn ekki bilað;) 7 9 13

Elísabet Katrín said...

Ég hleyp þá bara 400 km. og á þá fyrir nýju fartölvunni ;) Takk Þráinn :)

Þráinn said...

Þú getur ekki notað tölvuna ef þú hleypur 400 km:D

Elísabet Katrín said...

Ooooh...alltaf einhverjar hindranir í veginum ;) ég skokka þá bara 10 km. og nota tölvuna nýju fínu :)